Íþróttir

Allt sjóðandi vitlaust í Síkinu þegar Stólarnir sigruðu ÍR

Það var drama og æsispenna í sjóðbullandi Síkinu í kvöld þegar lið Tindastóls og ÍR slógust um sæti í fjögurra liða úrslitum Maltbikarsins. Gestirnir úr Breiðholtinu virkuðu sterkari framan af leik og voru átta stigum yfir fyrir lokafjórðunginn en Stólarnir sættu sig ekki við tap í kvöld og komust inn í leikinn með rosalegri baráttu og góðum varnarleik og hrifsuðu sigurinn af ÍR-ingum á lokakafla leiksins. Það reyndist því aðeins meira Malt í Stólunum en ÍR að þessu sinni og lokatölur 78-74.
Meira

Tindastóll-ÍR í Maltbikarnum í kvöld

Í kvöld fara fram síðustu þrír leikirnir í 8-liða úrslitum karla í Maltbikarnum og hefjast allir kl. 19:15. ÍR kemur á Krókinn og spurning hvort liðið verður búið að tanka meira malt þegar rimman hefst í Síkinu.
Meira

Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks UMSS

Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks í Skagafirði var haldin 26. nóvember sl., en þar var verðlaunað afreksfólk UMSS á árinu 2017. Ísak Óli og Þóranna Ósk valin íþróttafólk UMSS.
Meira

Stólarnir náðu ekki að slökkva á Loga

Ekki náðu Tindastólsmenn að hrista af sér KR-slenið þegar Njarðvíkingar mættu í Síkið í gærkvöldi. Gestirnir áttu hörkuleik og sérstaklega lék Logi Gunn við hvern sinn fingur og gerði Stólunum lífið leitt. Einhvern neista vantaði í lið heimamanna sem voru án Chris Caird og Axels auk þess sem Björgvin virtist vera í einhverju straffi hjá Martin og kom ekki við sögu. Lokatölur voru 93-100 fyrir Njarðvík og vonandi ná Stólarnir að rétta úr kútnum áður en lið ÍR kemur í heimsókn í Maltbikarnum á mánudag.
Meira

Skákþingi Skagafjarðar lokið - Pálmi Sighvats Skagafjarðarmeistari

Pálmi Sighvatsson sigraði á Skákþingi Skagafjarðar, sem lauk sl. miðvikudagskvöldi en hann hlaut fullt hús stiga, 5 vinninga af 5 mögulegum. Titilinn hafði hann tryggt sér fyrir síðustu umferð með eins og hálfs vinnings forskot.
Meira

Stólarnir taka á móti Njarðvík í kvöld

Tindastóll tekur á móti Njarðvík í 10.umferð Domino´s deildarinnar í kvöld á Sauðárkróki. Ljóst má vera að Stólarnir munu gera allt til að sigra eftir fremur slæma ferð í höfuðborgina sl. mánudag. Helgi Rafn segir að sá leikur sé búinn og nú sé bara áfram gakk.
Meira

Norðurlandsmót í júdó á Blönduósi

Norðurlandsmót í júdó var haldið á Blönduósi sl. laugardag. Keppendur voru samtals 42 og komu frá þremur Júdófélögum á Norðurlandi: Pardusi á Blönduósi, Tindastóli á Sauðárkróki og KA á Akureyri.
Meira

Tindastólsmenn í tómu tjóni í Vesturbænum

Það leit allt út fyrir hörkuleik í DHL-höllinni í kvöld þegar lið KR og Tindastóls mættust í einum af stórleikjum tímabilsins í Dominos-deildinni. Það væri þó synd að segja að Stólarnir hafi mætt til leiks að þessu sinni því KR-ingar hreinlega rúlluðu yfir okkar menn. Eins og stundum áður í viðureignum þessara liða þá var það Brynjar Þór Björnsson sem þurfti endilega að hitta á stjörnuleik. Lokatölur voru 97-69 fyrir KR.
Meira

Tindastóll mætir KR í kvöld

Það er hlaupin spenna í Domino´s deildina hjá körlunum en ÍR-ingar tylltu sér á toppinn með sigri á Grindavík í gær með 16 stig jafn mörgum og Tindastóll en vinninginn í innbyrðisviðureignum þar sem ÍR vann Stólana í fyrsta leik tímabilsins. Með sigri á KR í kvöld munu Stólarnir endurheimta toppsætið en leikið er í DHL höllinni syðra.
Meira

Arnar í eldlínunni í dag

Landslið Íslands í körfubolta tekur á móti Búlgörum í undankeppni HM 2019 í kvöld í Laugardalshöll. Tindastólsmaðurinn Sigtryggur Arnar Björnsson er í liðinu og mun verða í eldlínunni í kvöld en Axel Kára „dró sig í hlé“.
Meira