Skákþingi Skagafjarðar lokið - Pálmi Sighvats Skagafjarðarmeistari
Pálmi Sighvatsson sigraði á Skákþingi Skagafjarðar, sem lauk sl. miðvikudagskvöldi en hann hlaut fullt hús stiga, 5 vinninga af 5 mögulegum. Titilinn hafði hann tryggt sér fyrir síðustu umferð með eins og hálfs vinnings forskot.
Jón Arnljótsson varð í öðru sæti með 3 og 1/2 vinning, Hörður Ingimarsson í þriðja, með 2 og 1/2 og 3,75 stig, en Baldvin Kristjánsson varð fjórði, einnig með 2 og 1/2 vinning, en 2,75 stig. Guðmundur Gunnarsson varð fimmti og Einar Örn Hreinsson sjötti.
Næsta miðvikudagskvöld, 13. des., er fyrirhugað hraðskákmót, þar sem umhugsunartíminn er 5 mínútur. Umferðafjöldi ræðst af fjölda þátttakenda, en stefnt er á 10 - 14 umferðir.
Sjá nánar á heimasíðu Skákfélags Sauðárkróks
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.