Arnar í eldlínunni í dag
Landslið Íslands í körfubolta tekur á móti Búlgörum í undankeppni HM 2019 í kvöld í Laugardalshöll. Tindastólsmaðurinn Sigtryggur Arnar Björnsson er í liðinu og mun verða í eldlínunni í kvöld en Axel Kára „dró sig í hlé“.
„Ég steig til hliðar og fór að sinna kúabændum í dag,“ sagði Axel kankvís þegar Feykir hafði samband við hann um hádegisbilið en hann verður ekki með í kvöld. Axel var í liðinu sem lék við Tékka fyrir helgi en úrslitin urðu óhagstæð þrátt fyrir ágætan leik Íslendinga.
„Ég er bara mjög spenntur fyrir leiknum,“ segir Arnar. „ Menn eru vel undirbúnir og klárir í þetta verkefni. Ég tel að við eigum mjög góðan möguleika á sigri í kvöld ef við mætum með krafti og mikilli baráttugleði.“
Feykir tekur undir með KKÍ sem hvetur alla stuðningsmenn Íslands til að fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á strákunum sem hafa nú unnið þrjá heimaleiki í röð í Höllinni og stefna á að halda því áfram!
Leikurinn hefst kl. 19.45 og er miðasala í gangi á TIX.is. Einnig verður hann sýndur í beinni á RÚV2 og á netiu á www.ruv.is/ruv-2
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.