Baldur Þór hættir með Stólana og heldur til Þýskalands
Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls og Baldur Þór Ragnarsson hafa komist að samkomulagi um að slíta samningi sem nýlega var undirritaður og átti að gilda til loka tímabilsins 2022-2023,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu kkd. Tindastóls nú í kvöld. Fram kemur að slitin eru að ósk Baldurs sem heldur til Þýskalands þar sem hann mun sinna þjálfun hjá liðinu Ratiopharm í Ulm.
Baldur Þór, sem kom til Stólanna sumarið 2019 eftir að hafa stýrt heimaliðinu sínu í Þorlákshöfn, hefur þjálfað lið Tindastóls síðastliðin þrjú tímabil og náði alla leið í úrslitin með liðið nú í vetur eins og allir muna og enginn getur gleymt.
„Körfuknattleiksdeild Tindastóls, leikmenn, samstarfsfólk og áhangendur þakka Baldri kærlega fyrir gott og gjöfult samstarf og óska honum góðs gengis á nýjum vettvangi,“ segir jafnframt í tilkynningu Tindastóls.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.