Augnablik lagði lið Kormáks/Hvatar í Fífunni
Næstsíðasta umferðin í 3. deild karla í knattspyrnu fór fram í dag en þá fór Kormákur/Hvöt í Kópavoginn þar sem þeir mættu liði Augnabliks. Síðustu vikur hafa verið liði Húnvetninga erfiðar og ekki náðist í stig í dag þegar áttundi tapleikurinn í röð leit dagsins ljós en lokatölur voru 4-1 fyrir heimaliðið. Staða liðsins í fallbaráttunni batnaði þó þrátt fyrir tapið þar sem bæði lið KH og Vængir Júpiters töpuðu sínum leikjum. Lið KH féll þar með í 4. deild og átta marka sveiflu þarf til, til að Vængirnir komist upp fyrir Kormák/Hvöt á stigatöflunni.
Það yrði ólíkleg niðurstaða þar sem Húnvetningar eiga heimaleik á Blönduósvelli gegn fallliði KH sem missti þrjá byrjunarliðsleikmenn út af með rautt spjald á lokamínútum síns leiks í dag. Þeir mæta því með laskað til leiks um næstu helgi á Blönduós. Vængir Júpiters, sem eiga raunhæfan möguleika á að komast upp fyrir Kormák/Hvöt á markatölu fer aftur á móti út í Eyjar þar sem þeir mæta liði KFS í lokaumferðinni. Þar er nú vanalega ekkert gefið.
Fyrsta markið í Fífunni í Kópavogi í dag kom eftir 29. mínútna leik en um 20 mínútum þurfti að bæta við fyrri hálfleik sökum meiðsla. Aliu Djalo yfirgaf völlinn á tóltu mínútu uppbótartíma.
Á 63. mínútu jafnaði Acai Rodriguez leikinn fyrir Kormák/Hvöt en eins og oft áður í taphrinu Húnvetninga þá kom slæmur kafli þar sem flóðgáttir opnuðust og andstæðingarnir kláruðu leikinn. Að þessu sinni gerðu Augnablikar þrjú mörk á átta mínútum. Fyrst skoraði Óskar Hákonarson á 79. mínútu og Halldór Atli Kristjánsson bætti marki við tveimur mínútum síðar. Það var síðan Tómas Bjarki Jónsson sem gerði fjórða mark Augnabliks úr víti á 87. mínútu.
Síðasti leikur Kormáks/Hvatar fer síðan fram næstkomandi laugardag og hefst kl. 14:00 á Blönduósvelli. Ljóst er orðið að það verða lið Dalvíkur/Reynis og Sindra sem hafa tryggt sér sæti í 2. deild að ári.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.