Fyrsti æfingaleikurinn í körfunni í kvöld
Ef menn þyrstir á ný í körfubolta eftir spennu og naglanögun vorsins þá geta þeir hinir sömu tekið gleði sína í kvöld. Þá kemur lið Hattar frá Egilssöðum í Síkið og spilar æfingaleik við lið Tindastóls. Leikurinn hefst kl. 19:30.
Feykir spurði Helga Margeirs, annan aðstoðarþjálfara Stólanna, hvort allir væru heilir og til í slaginn og sagði hann að það væri því miður ekki svo. „Siggi Þorsteins er meiddur og Raggi Ágústs er að vinna sig í gegnum smá meiðsli en verður kominn af stað fljótlega.“
Helgi reiknar með skemmtilegum leik í kvöld. „Liðið er að læra fullt af nýjum hlutum til að fylgja leikskipulagi og stíl Vladimirs og er sjálfgefið að það mun taka tíma fyrir liðið að fella sig að því. Einnig verður gaman að sjá ungu strákana sem eru að banka á dyrnar koma á parketið og sýna hvað þeir hafa fram að bera.“
Miðaverð á leikinn er þúsundkall. Sjoppan verður opin og hammarar á grillinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.