Kálfshamarsvík númer eitt á forgangslista Húnabyggðar

Kálfshamarsvík á Skaga. MYND: ÓAB
Kálfshamarsvík á Skaga. MYND: ÓAB

Húnahornið segir frá því að Kálfshamarsvík sé efst á forgangslista sveitarstjórnar Húnabyggðar vegna styrkumsókna í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2025 en umsóknarfrestur rann út í gær. „Þrístapar eru númer tvö á forgangslistanum á eftir Kálfshamarsvík og þar á eftir er göngubrú yfir ós Blöndu, gamli bærinn á Blönduósi og Klifamýri og að lokum náttúruperlan Hrútey,“ segir í fréttinni.

Markmið og hlutverk sjóðsins að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða og ferðamannaleiða um land allt og styðja með því við þróun ferðaþjónustu sem mikilvægrar og sjálfbærrar stoðar í íslensku atvinnulífi. Það er jafnframt markmið sjóðsins að stuðla að jafnari dreifingu ferðamanna um landið og styðja við svæðisbundna þróun.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Heimilt er að fjármagna framkvæmdir sem snúa að öryggi ferðamanna, náttúruvernd og uppbyggingu, viðhaldi og vernd mannvirkja.

Heimild: Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir