Haukarnir hans Matés mæta í Síkið í kvöld

MYND: DAVÍÐ MÁR
MYND: DAVÍÐ MÁR

Körfuboltinn er kominn á fullt og lið Tindastóls farin að gleðja hjörtu stuðningsmanna. Stelpurnar komnar með tvo nokkuð óvænta sigra og strákarnir með sigur á liði ÍR – langþráður sigur eftir alveg heilar tvær umferðir! Í kvöld mæta Hafnfirðingar í liði Hauka í heimsókn í Síkið og nú er bara að fjölmenna og hvetja strákana til sigurs.

Leikurinn hefst kl. 19:15 en þeir alhungruðustu geta mætt kl. 18:30 því þá verða sprúðlandi hamborgarar búnir að koma sér fyrir á grillinu og bíða eftir vænni ostasneið og krydd og sósu...

Lið Tindastóls hefur ekki verið sannfærandi í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins eftir fínar frammistöður í undirbúningsleikjum. Nú er bara að vona að liðið hristi haustdepurðina úr sér og mæti einbeitt til leiks. Mótherjarnir í Haukum hafa farið illa af stað og tapað sínum fyrstu leikjum af nokkru öryggi. Þeir eru þó eflaust sýnd veiði en ekki gefin og engin ástæða til að vanmeta kappana hans Matés.

Koma svo – áfram Tindastóll!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir