Fréttir

Sauðfjárbóndi telur kindur

Síminn hringir. „Halló.“ „Já, halló. Heyrðu já, góðan dag, ég þarf eiginlega að fá símatíma hjá lækninum mínum.“ „Já, það er nú ekki víst að ég geti hjálpað þér með það.“ „Nú jæja, og á þetta ekki að heita spítali þarna á Blönduósi!?“
Meira

Gæti þurft að fækka skipum eða loka fiskvinnslum

„Umtalsverð hækkun auðlindagjaldsins er yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar. Það kallar óhjákvæmilega á enn frekari hagræðingu í veiðum og vinnslu útgerðarinnar. Ef stjórnvöld seilast of langt í þessum fyrirhuguðu hækkunum gæti hagræðingin í einhverjum tilfellum snúist um að fækka skipum og loka fiskvinnslum. Slíkur samdráttur myndi snerta daglegt líf og afkomu fjölmargra sjávarþorpa og bæjarfélaga,“ segir m.a. í grein sem Friðbjörn Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri FISK Seafood skrifaði á heimasíðu fyrirtækisins í ársbyrjun og var í framhaldiinu birt á Feykir.is.
Meira

Kjúklinga enchiladas, snakk og nammi | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 7, 2024, var Gerður Rósa Sigurðardóttir en hún er búsett á Hvammstanga ásamt Kristjáni Svavari og börnum þeirra Írisi Birtu, Gylfa Hrafni og Hrafney Völu sem eru alltaf hress og kát. Gerður Rósa vinnur á skrifstofu Sláturhúss KVH og Kristján vinnur í áhaldahúsi Húnaþings vestra.
Meira

Sigurbjörn Darri stóð uppi sem sigurvegari

Pílukastfélag Skagafjarðar stóð fyrir öðru krakkamóti í vikunni en í þetta skiptið var mótið fyrir krakka í 6. og 7. bekk. Alls voru níu krakkar skráðir til leiks og spilað var 301, double out. Byrjað var í riðlum en eftir það var útsláttarkeppni þar til einn stóð eftir sem sigurvegari. Krakkarnir stóðu sig öll frábærlega og sýndu oft á tíðum frábæra takta með góðum +100 heimsóknum og komu nokkur frábær útskot á mótinu.
Meira

Byggðakvóti Skagastrandar skerðist um 115 tonn

Á vef Sveitarfélagsins Skagastrandar segir í fréttaskoti, sem var birt 24. janúar, að mikil vonbrigði hafi verið þegar Matvælaráðuneytið birti úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2024-2025 en úthlutun til sveitarfélagsins fer úr 170 tonnum í 55 tonn vegna fiskveiðiársins 2023-2024 í nýjustu úthlutun sem samsvarar 115 tonna skerðingu. Þegar úthlutanir fyrir önnur bæjarfélög á Norðurland vestra eru skoðuð þá fær Hvammstangi(130 tonn), Blönduós(15 tonn), Sauðárkrókur(130 tonn) og Hofsós(15 tonn) sömu úthlutun og í fyrra og er því Skagaströnd eina bæjarfélagið sem verður fyrir skerðingu á svæðinu. 
Meira

Húnaþing vestra kallar eftir ábendingum

Nú stendur yfir vinna við gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Hvammstanga, Laugarbakka og Borðeyri. Fyrir nokkrum árum var sambærileg vinna unnin fyrir vegi í dreifbýli og allir vegir myndaðir og hættur skoðaðar á vegum SSNV. Sambærileg vinna fer nú í gang fyrir þéttbýlisstaði í sveitarfélaginu segir á vef Húnaþings vestra. 
Meira

Sautján nýburagjafir gefnar í Húnaþingi vestra í fyrra

Á vef Húnaþings vestra segir að frá árinu 2023 hefur nýbökuðum foreldrum í sveitarfélaginu verið færð lítil gjöf til að bjóða nýfædda íbúa velkomna í heiminn og voru gefnar 17 gjafir á árinu 2024.
Meira

Bændur fá styrk vegna kaltjóns

Fram kom í fréttum fyrr í þessum mánuði að talið væri að tjón bænda á Norðurlandi vegna óhagstæðs veðurs á síðasta ári næmi rúmlega milljarði króna. Afurðatjón sauðfjárbænda væri mest en uppskerubrestur og kalskemmdir væru einnig að vega þungt.
Meira

Gleðilegan bóndadag

Bóndadagurinn er í dag sem þýðir að þorrinn er formlega hafinn. Einhverjir búnir að fara í búð og verða sér út um hákarl og súra punga. Þegar blaðamaður fór að afla sér upplýsinga um bóndadaginn þá segir alnetið lítið vera til af heimildum um þennan dag og siði honum tengdum og því þykir erfitt að ráða í aldur hans og hverju hann í raun tengist.
Meira

Stólastúlkur máttu sætta sig við tap gegn liði Grindavíkur

Stólastúlkur mættu liði Grindavíkur seinni partinn í gærdag í Síkinu en lið Tindastóls var fyrir leikinn í fimmta sæti deildarinnar en gestirnir í því neðsta. Heimastúlkur hafa átt í basli í síðustu leikjum; höfðu tapað fyrir liðum Vals og Þórs í deildinni og Njarðvík í bikar. Taphrinan hófst í kjölfar þess að sérfræðingar í setti á Stöð2Sport fóru að gæla við það að lið Tindastóls gæti orðið Íslandsmeistari. Í gær höfðu Grindvíkingar betur í jöfnum leik, svöruðu hverju áhlaupi Stólastúlkna í lokafjórðungnum og höfðu betur, 72-80.
Meira