Sveppir og sveppatínsla
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
21.08.2024
kl. 08.30
Á ferð minni til Reykjavíkur um daginn hlustaði ég, Sigríður Garðasdóttir, á áhugavert viðtal á Bylgjunni við sveppasérfræðing um sveppatínslu og ákvað að kynna mér þetta nánar því áhugi á sveppum og sveppatínslu meðal almennings fer sífellt vaxandi, auk þess sem sveppategundum hér á landi fjölgar og þeir breiðast út. Í skógum víða um land er nú að finna fjölda sveppa frá miðju sumri og fram á haust. Við sveppatínslu er að mörgu að hyggja. Þótt það sé bæði skemmtilegt og nytsamlegt að tína sveppi til matar, er nauðsynlegt að læra að þekkja matsveppina, þá sveppi sem ætir eru. Einnig þarf að huga að ýmsu sem varðar hreinsun og geymslu sveppanna svo að þeir njóti sín sem best við matargerð.
Meira