Fréttir

Að gera góða hátíð enn betri

Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Bæjarhátíðin Hofsós heim verður haldin dagana 20.–22. júní í sumar og er undirbúningsnefndin búin að bretta upp á ermarnar og farin að undirbúa hátíðina.
Meira

Harpa Sif ráðin til HSN

Harpa Sif Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf sérfræðings í fjármálum hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands og verður hún með starfsstöð á Sauðárkróki. Fram kemur í frétt á vef HSN að Harpa Sif er með BS í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og MSc í fjármálum frá Háskólanum í Gautaborg.
Meira

Lið Keflavíkur skellti Stólastúlkum

Stólastúlkur tóku á móti liði Keflvíkinga í Bónus deildinni í gærkvöldi en lið gestanna er ríkjandi Íslandsmeistari. Eftir ágæta byrjun Tindastóls náðu lið Keflavíkur yfirhöndinni í öðrum leikhluta en stakk svo af í byrjun síðari hálfleiks þegar hvorki gekk né rak hjá heimastúlkum. Það fór því svo að Keflavík vann öruggan sigur, 69-97..
Meira

Hvalreki í Guðlaugsvík í Húnaþingi vestra

Lögreglan á Norðurlandi vestra þurfti nú í upphafi vikunnar að fylgja eftir tilkynningu um hvalreka í Guðlaugsvík á Ströndum en víkin er rétt sunnan umdæmamarka lögreglustjórans á Vestfjörðum og Norðurlands vestra við minni Hrútafjarðar vestan megin. Um var að ræða hræ af búrhval, um 14 metra langt. Í tilkynningu á Facebook-síðu LNV segir að til samanburðar megi áætla að þrjár Tesla Y bifreiðar séu nokkurn veginn jafnlangar séu þær samsíða hvalnum,
Meira

Stólastúlkur og Keflavík kljást í Síkinu

Stólastúlkur mæta liði Íslandsmeistara Keflavíkur í Bónus deildinni í kvöld og fer leikurinn fram í Síkinu. Líkt og oftast þá verður uppkast kl. 19:15 og svo verður barist fram á síðustu sekúndu.
Meira

Vilja bæta skipulag snjómoksturs út á Skaga

Húnahornið greinir frá því að snjómokstur í fyrrum Skagabyggð hafi ekki verið eins og hann á að vera það sem af er vetri. Ástæðan mun vera sú að skipulag Vegagerðarinnar fyrir Húnabyggð er þannig skipt að starfsstöð hennar á Hvammstanga þjónar svæðinu að Laxá á Refasveit en starfsstöðin á Sauðárkróki þjónar svæðinu norðan árinnar.
Meira

Nemendur Höfðaskóla heimsóttu BioPol

Í síðustu viku fóru nemendur í 5. og 6. bekk Höfðaskóla á Skagaströnd í heimsókn í BioPol, rannsóknarstofu sem sérhæfir sig í örverufræði og líftækni og er einmitt staðsett á Skagaströnd. Í frétt á vef skólans segir að þar hafi Judith, einn af vísindamönnum rannsóknarstofunnar, tekið á móti nemendunum og kynnti þau fyrir heillandi heimi baktería og rannsókna.
Meira

Súkkulaðibitakökur | Feykir mælir með....

Ég veit ekki með ykkur en alltaf þegar ég fer á Subway þá kaupi ég súkkulaðibitakökurnar til að taka með heim því þær eru alveg geggjaðar. En nú er kominn tími til að reyna að finna uppskrift sem er nokkuð keimlík þeim og ætla ég að prufa þessa uppskrift næst.
Meira

Undirheimar fengu veglega gjöf

Félagsmiðstöðin Undirheimar fengu veglega gjöf á dögunum er Minningarsjóður hjónanna frá Garði og Vindhæli styrkti félagsmiðstöðina með nýju poolborði. Undirheimar er félagsmiðstöð fyrir unglinga í Höfðaskóla á Skagaströnd og segir í tilkynninguni  ,,Það má með sanni segja að gleðin yfir nýja borðinu er mikil" og er enginn vafi á að þessi gjöf eigi eftir að nýtast vel í framtíðinni.  
Meira

Hamborgarar og konfektkúlur | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl. 9, 2024, var Ingimar Sigurðsson en hann býr á Kjörseyri í Hrútafirði og hefur búið þar í nærri fimmtán ár. Ingimar langar til að byrja á að þakka Rósu vinkonu sinni fyrir að skora á sig í þetta verkefni, en það er erfitt að feta í fótspor hennar þegar kemur að tilþrifum í eldhúsinu. Ingimar hefur reyndar bara heyrt sögur af þessum tilþrifum (frá henni) en Rósa hefur aldrei boðið honum í mat!
Meira