Fréttir

Landsliðskona Níkaragva til liðs við Tindastól í Bestu deildinni

Erica Alicia Cunningham fékk á mánudaginn leikheimild með liði Tindastóls í Bestu deild kvenna og mun spila með liðinu út tímabilið. Cunningham er varnarmaður, 31 árs og fædd í San Francisco í Bandaríkjunum. Það vekur að sjálfsögðu athygli að félagaskiptaglugginn lokaði fyrir 13 dögum og síðast á sunnudagskvöld tjáði Donni þjálfari Feyki að Tindastóll næði ekki að bæta við hópinn hjá sér.
Meira

Líf og fjör hjá Skagafjarðarhöfnum

Eftir vætutíð og norðankulda í að því er virtist heila eilífð bankaði sumarið upp á í dag, sólin brosti til okkar á bláum himni, hitastigið stökk hæð sína í loft upp og lífið kviknaði á ný. Bátar héldu á sjóinn og lönduðu vænum afla. Samkvæmt Facebook-síðu Skagafjarðarhafna lönduðu níu bátar í dag alls 156.123 kílóum.
Meira

Dagný Rósa ráðin fræðslustjóri í A-Hún

Á fundi stjórnar Félags- og skólaþjónustu A-Hún föstudaginn 16. ágúst 2024 var samþykkt að ráða Dagnýju Rósu Úlfarsdóttur í starf fræðslustjóra. Í framhaldi af uppsögn fræðslustjóra, Þórdísar Hauksdóttur, þann 26. júní sl. samþykkti stjórn byggðasamlagsins óformlega að staðan yrði auglýst hið fyrsta.
Meira

Horfir til betri vegar í rafhleðslumálum í Skagafirði

„Sveitarfélagið Skagafjörður hefur verið í samskiptum við nokkra aðila sem hafa sýnt því áhuga að byggja upp öflugri innviði í formi rafhleðslustöðva í Skagafirði. Má þar nefna Orku náttúrunnar sem hefur hug á að koma upp nýjum hleðslustöðvum á Sauðárkróki, í Varmahlíð og á Hofsósi,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, þegar Feykir spurði hann hvort sveitarfélagið væri að vinna að því að fjölga rafhleðslustöðvum í Skagafirði.
Meira

Tré ársins 2024 í Varmahlíð Skagafirði

Í tilefni útnefningar Tré ársins 2024 verður viðburður í Varmahlíð í Skagafirði sunnudaginn 8. september nk. kl. 16:00.
Meira

Ótrúlegar myndir af Siglufjarðarveginum

Fljótamaðurinn Halldór Gunnar á Molastöðum skrapp í hjólatúr í gær með drónann í bakpokanum. Leiðin lág yfir Almenninga sem hafa verið lokaðir fyrir bílaumferð síðan síðdegis á föstudag eftir úrhellisrigningu á Tröllaskaganum og Norðurlandi öllu.
Meira

Gestadagur á Reynistað

Gestadagur á fornleifasvæðinu á Reynistað í Skagafirði laugardaginn 31. ágúst kl. 14:00. Boðið verður upp á leiðsögn, á ensku og íslensku, um uppgröftinn sem fró fram í sumar. Þeir sem hafa áhuga á að mæta koma við Reynistaðakirkju. Allir velkomnir
Meira

Um 240 starfsmenn tóku þátt í fræðsludegi skóla í Skagafirði

Fræðsludagur skóla í Skagafirði var haldinn í Miðgarði í gær en þar kom saman starfsfólk leik-, grunn-, tónlistar- og framhaldsskóla, starfsmenn á fjölskyldusviði og kjörnir fulltrúar í fræðslunefnd Skagafjarðar. Fræðsludagurinn er árlegur viðburður og var nú haldinn í 13. sinn. Í frétt á vef Skagafjarðar segir að tilgangur dagsins sé fyrst og fremst að hefja nýtt skólaár með samveru og samtali um áherslur í skólamálum hverju sinni. Á þessum degi gefst starfsfólki einstakt tækifæri til að styrkja tengsl þvert á skólastig og má með sanni segja að bjartsýni og gleði fyrir komandi vetri hafi verið ríkjandi.
Meira

Enn er spenna í 4. deildinni

Einn leikur fór fram í 4. deild karla í knattspyrnu í gær. Ekki voru það Stólarnir sem sýndu takta en leikurinn skipti miklu í baráttunni um sæti í 3. deild að ári. Ýmir í Kópavogi tók þá á móti liði Árborgar.
Meira

Akureyrarvaka um helgina í norðlenskri hitabylgju

Akureyringar bjóða til veislu um næstu helgi en Akureyrarvaka verður haldin dagana 30. ágúst - 1. september, með glæsilegum tónleikum á Ráðhústorgi, háskalegri Draugaslóð á Hamarkotstúni, Víkingahátíð og fleiru. Rétt innan við 80 viðburðir eru á dagskrá og enn eru að bætast við fleiri atriði. Veðurstofan gerir ekki ráð fyrir sólríkum dögum á Akureyri en mini hitabylgju virðist þó vera spáð, 18 gráður á laugardeginum og ætti því að vera í lagi að vera í stutterma en vissara að hafa regnstakkinn innan seilingar.
Meira