Fréttir

Um 240 starfsmenn tóku þátt í fræðsludegi skóla í Skagafirði

Fræðsludagur skóla í Skagafirði var haldinn í Miðgarði í gær en þar kom saman starfsfólk leik-, grunn-, tónlistar- og framhaldsskóla, starfsmenn á fjölskyldusviði og kjörnir fulltrúar í fræðslunefnd Skagafjarðar. Fræðsludagurinn er árlegur viðburður og var nú haldinn í 13. sinn. Í frétt á vef Skagafjarðar segir að tilgangur dagsins sé fyrst og fremst að hefja nýtt skólaár með samveru og samtali um áherslur í skólamálum hverju sinni. Á þessum degi gefst starfsfólki einstakt tækifæri til að styrkja tengsl þvert á skólastig og má með sanni segja að bjartsýni og gleði fyrir komandi vetri hafi verið ríkjandi.
Meira

Enn er spenna í 4. deildinni

Einn leikur fór fram í 4. deild karla í knattspyrnu í gær. Ekki voru það Stólarnir sem sýndu takta en leikurinn skipti miklu í baráttunni um sæti í 3. deild að ári. Ýmir í Kópavogi tók þá á móti liði Árborgar.
Meira

Akureyrarvaka um helgina í norðlenskri hitabylgju

Akureyringar bjóða til veislu um næstu helgi en Akureyrarvaka verður haldin dagana 30. ágúst - 1. september, með glæsilegum tónleikum á Ráðhústorgi, háskalegri Draugaslóð á Hamarkotstúni, Víkingahátíð og fleiru. Rétt innan við 80 viðburðir eru á dagskrá og enn eru að bætast við fleiri atriði. Veðurstofan gerir ekki ráð fyrir sólríkum dögum á Akureyri en mini hitabylgju virðist þó vera spáð, 18 gráður á laugardeginum og ætti því að vera í lagi að vera í stutterma en vissara að hafa regnstakkinn innan seilingar.
Meira

„Þetta var bara mjög léleg ákvörðun“

„Þetta var að mörgu leyti fín frammistaða heilt yfir. Sköpuðum fleiri færi en undanfarið og varnarleikurinn heilt yfir góður. Það vantaði bara upp á að ná að setja boltann yfir línuna en það voru sannarlega mörg tækifæri til þess í leiknum,“ sagði Donni þjálfari Stólastúlkna þegar Feykir spurði hann út í jafnteflisleikinn gegn liði Keflavíkur í Bestu deildinni í gær.
Meira

Skriða hreif með sér vatnsbólið

Afleiðingar vatnsveðursins undanfarið hafa verið miklar og ábúendur á Bræðraá í Sléttuhlíð fengu að finna fyrir þeim þegar tvær stórar skriður féllu úr bæjarfjallinu Bræðraárhyrnu sl. föstudagskvöld og hrifu með sér vatnsbólið fyrir bæinn og síðan þá hefur ekkert kalt vatn verið á bænum. Ljóst er að miklar framkvæmdir eru framundan og óljóst um tjón svo ekki sé talað um þau miklu landsspjöll sem svona skriður valda.
Meira

Fimm prósent af alþingismanni | Hjörtur J.Guðmundsson skrifar

Fámennasti þingflokkurinn á Alþingi eins og staðan er í dag, Miðflokkurinn, telur einungis tvo þingmenn af 63 eða sem nemur rétt rúmlega 3% af heildarfjöldanum. Vitanlega er það ekki ávísun á mikil áhrif þó vissulega megi segja að flokkurinn eigi „sæti við borðið“ eins og það er kallað. Hins vegar er vægi Miðflokksins margfalt á við það vægi sem Ísland hefði allajafna innan Evrópusambandsins kæmi til inngöngu landsins í það.
Meira

Matvælaráðherra fundar í Dalsmynni

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra býður bændum í Austur-Húnavatnssýslu að hitta sig í kaffi og spjall í Dalsmynni í Svínadal mánudaginn 26. ágúst og hefst fundurinn kl. 14:30. Bjarkey verður á ferðalagi um Norðurland í vikunni og ætlar að heimsækja sem flestar starfsstöðvar stofnana ráðuneytisins og hitta bændur.
Meira

Fjör í bakgarðinum hjá Eika og Bergrúnu á Menningarnótt

Menningarnótt var í Reykjavík í gær og voru tónleikar og gigg um alla borg. Talið er að um 100 þúsund manns hafi mætt á Austurvöll þar sem Rás2 hélt stórtónleika. Í bakgarðinum hjá Eika Hilmis og Bergrúnu Ingimars var slegið upp tónleikum sem kölluðust Niður hlíðar héðan og segir Bergrún að um 100-130 manns hafi verið í garðinum þegar mest var.
Meira

Slæmur skellur heimamanna á Blönduósi í dag

Nítjánda umferðin í 2. deild karla í fótbolta var spiluð í dag og á Blönduósi tóku liðsmenn Kormáks/Hvatar á móti Þrótti úr Vogum sem eru í baráttunni um sæti í Lengjudeildinni að ári. Þeir skoruðu strax í byrjun leiks og bættu við marki rétt fyrir hlé og eftir það sáu heimamenn ekki til sólar. Lokatölur 0-5 og Húnvetningar nú komnir í bullandi baráttu fyrir sæti sínu í deildinni.
Meira

Óbreytt staða á botni Bestu deildarinnar

Lið Tindastóls og Keflavíkur skildu jöfn, 1-1, á Sauðárkróksvelli í dag í átjándu og síðustu umferð Bestu deildarinnar. Úrslitin þýða að lið Tindastóls er í áttunda sæti með 13 stig nú þegar úrslitakeppnin hefst en Keflvík í tíunda og neðsta sæti með 10 stig eða jafnmörg og Fylkir. Liðin mætast að nýju í fyrstu umferð úrslitakeppni neðri liðanna sem hefst nk. sunnudag.
Meira