Um 240 starfsmenn tóku þátt í fræðsludegi skóla í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður
27.08.2024
kl. 10.46
Fræðsludagur skóla í Skagafirði var haldinn í Miðgarði í gær en þar kom saman starfsfólk leik-, grunn-, tónlistar- og framhaldsskóla, starfsmenn á fjölskyldusviði og kjörnir fulltrúar í fræðslunefnd Skagafjarðar. Fræðsludagurinn er árlegur viðburður og var nú haldinn í 13. sinn. Í frétt á vef Skagafjarðar segir að tilgangur dagsins sé fyrst og fremst að hefja nýtt skólaár með samveru og samtali um áherslur í skólamálum hverju sinni. Á þessum degi gefst starfsfólki einstakt tækifæri til að styrkja tengsl þvert á skólastig og má með sanni segja að bjartsýni og gleði fyrir komandi vetri hafi verið ríkjandi.
Meira