Fréttir

Húnabyggð mótmælir harðlega skerðingu byggðakvóta

Byggðarráð Húnabyggðar mótmælir harðlega þeirri skerðingu sem orðið hefur á byggðakvóta til sveitarfélagsins og til nágrannasveitarfélaga síðustu ár. Samkvæmt úthlutun matvælaráðuneytisins fær Húnabyggð 15 þorskígildistonn af byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2024/2025 en við það bætist eftirstöðvar á úthlutun fyrra árs þannig að ráðstöfunin á yfirstandandi fiskveiðiári er samtals 19,2 tonn. Húnabyggð hefur síðustu ár fengið 15 tonn úthlutað segir á huni.is.
Meira

Sveitarfélagið Skagaströnd tekur við rekstri Tónlistarskóla A-Hún

Á heimasíðu Sveitarfélags Skagastrandar segir að nú um áramótin hafi verið breyting á rekstri Tónlistarskóla Austur Húnvetninga. Áður hafi hann verið rekinn af byggðasamlagi Húnabyggðar og Skagastrandar en er nú rekinn eingöngu af Sveitarfélaginu Skagaströnd. Skólinn mun áfram þjónusta sama starfssvæði og rekstur fer fram með mjög svipuðum hætti.
Meira

Opið bréf til sveitarstjóra og sveitarstjórnar Skagafjarðar

Félag grunnskólakennara  í Árskóla á Sauðárkróki sendir frá sér opið bréf til sveitastjóra og sveitastjórnar Skagafjarðar til að koma m.a á framfæri vonbrigðum að formaður fræðslunefndar Skagafjarðar sé meðal þeirra sem stefna Kennarasambandi Íslands fyrir ólögmætt verkefall. Bréfið í heild sinni má lesa hér að neðan.
Meira

Gula viðvörunin nær aðeins fram á morgundaginn

Í gærmorgun var gul veðurviðvörun fyrir allt landið um helgina en eitthvað hefur útlitið breyst. komin appelsínugul viðvörun á sumum landsvæðum í dag og fram yfir hádegi á morgun. Það er helst Breiðafjörðurinn sem fær þennan skell en í dag verður einnig bálhvasst á miðhálendinu og suðausturlandi. Gul viðvörun tekur gildi á Norðurlandi vestra kl. 16 í dag og stendur til kl. fimm í nótt – annars er helgin litlaus á svæðinu þegar kemur að viðvörunum.
Meira

Gerðu gott mót á Reykjavíkurleikunum í frjálsum íþróttum

Það voru sex einstaklingar frá UMSS sem fengu þátttökurétt á Reykjavík International í frjálsum sem haldið var í 18. sinn í Laugardalshöllinni þann 27. janúar síðastliðinn. Þau höfðu með frábærum árangri á tímabilinu 1. okt. 2024 – 20. jan. 2025 öðlast rétt til að taka þátt í þessu alþjóðlega móti og fóru fyrir hönd UMSS þau; Emilía Rós Ólafardóttir, Friðrik Logi Haukstein Knútsson, Halldór Stefánsson, Ísak Óli Traustason, Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir og Sveinbjörn Óli Svavarsson
Meira

Lífsmottóið að vera 1% betri í dag en í gær | Íþróttagarpurinn Axel Arnars

Axel Arnarsson var Íþróttagarpur Feykis í tbl. 15 í fyrra en hann verður 18 ára í lok maí og býr á Grundarstígnum á Króknum. Axel og fjölskylda hans fluttu á Krókinn þegar hann var níu ára gamall en foreldrar hans eru Arnar Már Elíasson og Aldís Hilmarsdóttir. Axel á svo einn lítinn bróðir, eins og hann orðaði sjálfur, sem heitir Kjartan Arnarsson.
Meira

Giannis sjóðheitur gegn Hattarmönnum fyrir austan

Tindastólsmenn sóttu lið Hattar heim á Egilsstaði í gær í 16. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Hattarmenn eru í einu af botnsætum deildarinnar en eru sýnd veiði en ekki gefin. Þeir fóru betur af stað í gærkvöldi en Tindastólsliðið náði yfirhöndinni fyrir hálfleik og sigldi síðan næsta öruggum sigri heim í síðari hálfleik. Lokatölur voru 85-97 og Stólarnir áfram í öðru sæti deildarinnar.
Meira

Þorskur í rjómasósu og kotasælupönnukökur | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 12, 2024, var Katrīna Geka en hún kemur frá Lettlandi og býr á Sauðárkróki með eiginmanni sínum, Davis Geks, og syni þeirra Teodors. Katrīna er lífsstílsblaðamaður hjá fyrirtæki sem heitir Delfi sem er netfréttamiðill í Eystrasaltsríkjunum. Katrīna er ein af þeim sem sér um dálk sem heitir DelfiLife og þar er fjallað um ferðalög, heilsusamlegt líferni, menntun og persónulegan þroska ásamt ýmsu öðru. Davis er hins vegar, eins og flestir Króksarar vita, að spila með meistaraflokki karla í Tindastól.
Meira

Gagnrýni á formann fræðslunefndar tekin alvarlega

Oddvitar flokkanna sem mynda meirihluta sveitarstjórnar Skagafjarðar, Einar E. Einarsson (B) og Gísli Sigurðsson (D), hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir að sú gagnrýni sem formaður fræðslunefndar, Kristófer Már Maronsson (D) hafi fengið frá leikskólakennurum sé tekin alvarlega. Þeir hyggjast leggja fram tillögu á næsta fundi sveitarstjórnar um að aflað verði álits á því hvort hann hafi brotið gegn siðareglum kjörinna fulltrúa.
Meira

Kynning á niðurstöðum umhverfismats á vindorkugarði í landi Sólheima

Þriðjudaginn 4. febrúar klukkan 17:00 verður haldinn kynningarfundur í Félagsheimilinu á Hvammstanga þar sem niðurstöður umhverfismats á vindorkugarði í landi Sólheima í Dalabyggð verða kynntar.
Meira