Fréttir

Stefnir í naglbíta í botnbaráttu 2. deildar

Það var mikilvægur leikur í neðri hluta 2. deildarinnar í knattspyrnu á Blönduósi í gær en þá tók Kormákur/Hvöt á móti liði Ægis úr Þorlákshöfn. Fyrir leik voru heimamenn sæti og stigi ofar en lið Ægis en nú þegar langt er liðið á tímabilið er hvert stig dýrmætt í botnbaráttunni. Það voru því miður gestirnir sem gerðu eina mark leiksins þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka og skelltu sér upp fyrir Húnvetninga í deildinni og talsverð pressa nú komin á lið Kormáks/Hvatar.
Meira

Vindur í eigu þjóðar | Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum að tryggt sé að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar og að ströng skilyrði séu fyrir nýtingu þessa kostar. Vindorkuver geta haft veruleg áhrif á landslag, lífríki og lífsgæði fólks í nærsamfélaginu.
Meira

Vonir um að ný borhola við Húnavelli tvöfaldi afköst hitaveitunnar

Boranir eftir heitu vatni hjá hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar, sem fara fram að Reykjum við Húnavelli, þykja lofa góðu en í frétt RÚV segir að þess sé vænst að ný vinnsluhola geti aukið afkastagetu hitaveitunnar umtalsvert og bætt úr skorti á heitu vatni í þessum byggðarlögum. Afkastagetan þar var svo gott sem fullnýtt og afhending á heitu vatni til stærri notenda verið takmörkuð síðustu ár. Í fréttinni segir að hitaveitan afkasti í dag 27 til 28 lítrum á sekúndu og allra björtustu vonir séu að nýja holan geti allt að því tvöfaldað þau afköst.
Meira

Veðrið setti strik í Vatnsdæluhátíð í Húnaþingi

Vatnsdæluhátíð sem fram fór síðastliðna helgi var heldur illa sótt enda veðurspáin fyrir helgina vægast sagt slæm og ekki reyndist bara um spá að ræða heldur rættist hún og óhætt að segja að kuldinn og vætan um helgina hafi verið með mesta móti.
Meira

Listasýning Yukiko Teranda haldin 27. ágúst

Listasýningin "A view from the other side" er ný sýning eftir textíllistakonuna Yukiko Teranda sem verður haldin þriðjudaginn 27. ágúst 2024 milli kl. 14:00 - 16:00 í Bílskúrsgallerýinu við Kvennaskólann á Blönduósi.
Meira

Húnaþing vestra auglýsir eftir hugmyndum að uppbyggingarverkefnum í ferðaþjónustu

Húnaþing vestra auglýsir eftir hugmyndum að uppbyggingarverkefnum í ferðaþjónustu til að setja á forgangslista fyrir áfangastaðaáætlun Norðurlands. Forgangsverkefni á áfangastaðaáætlun fá auka stig við mat á umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
Meira

Frábær mæting þrátt fyrir veður

Beint frá býli dagurinn var 18. ágúst sl. og að þessu sinni opnuðu bændur á Brúnastöðum í Fljótum býli sitt fyrir gestum í tilefni dagsins sem haldinn var annað árið í röð í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Meira

Hólahátíð var haldin um liðna helgi

Hólahátíðarveðrið, sem ævinlega hefur verið glampandi sól og steikjandi hiti, var ekki einkenni hátíðarinnar að þessu sinni. Til stóð að ganga pílagrímagöngu yfir Heljardalsheiði en aflýsa þurfti henni vegna veðurs. Aftur á móti var gengið í Gvendarskálina í Hólabyrðinni ofan við Hóla undir leiðsögn sr. Þorgríms Daníelssonar sóknarprests í Þingeyjarprestakalli á laugardeginum og tekið var á móti pílagrímunum með helgistund í Hóladómkirkju.
Meira

Glæpakviss í Gránu þann 5. september

Héraðsbókasafn Skagfirðinga, í samvinnu við Hið íslenska glæpafélag, stendur fyrir Glæpakvissi í Gránu fimmtudaginn 5. september kl. 17:00. Gert er ráð fyrir 2-4 keppendum í liði og skipað verður í lið á staðnum, svo það er ekki skilyrði að vera búinn að finna sér liðsfélaga áður en mætt er á staðinn. Spurningarnar eru úr íslenskum glæpasögum. Hin grunsamlega glæsilegu glæpakvendi, Fríða og Siva, munu stýra keppninni. Gert er ráð fyrir að viðburðurinn taka um einn og hálfan tíma.
Meira

MYRKRIÐ NÁLGAST - Hvað leynist í myrkrinu?

Nú er leitað eftir listafólki í héraði, Norðurlandi vestra, sem hefur áhuga á að taka þátt í stuttri sýningu sem mun opna í Hillebrandtshúsi á Blönduósi á Hrekkjavöku og stendur yfir dagana 31. október til 7. nóvember 2024. Tekið er við hvers kyns list en þemað er "myrkrið" og á sýningunni munu gestir nota vasaljós til að skoða verkin í annars myrkvuðum sýningarsal.
Meira