Stefnir í naglbíta í botnbaráttu 2. deildar
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
22.08.2024
kl. 09.01
Það var mikilvægur leikur í neðri hluta 2. deildarinnar í knattspyrnu á Blönduósi í gær en þá tók Kormákur/Hvöt á móti liði Ægis úr Þorlákshöfn. Fyrir leik voru heimamenn sæti og stigi ofar en lið Ægis en nú þegar langt er liðið á tímabilið er hvert stig dýrmætt í botnbaráttunni. Það voru því miður gestirnir sem gerðu eina mark leiksins þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka og skelltu sér upp fyrir Húnvetninga í deildinni og talsverð pressa nú komin á lið Kormáks/Hvatar.
Meira