Illviðri og úrkoma í kortunum upp úr miðri viku
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
04.02.2025
kl. 08.46
Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði hafa verið opnaðar fyrir umferð en þeim var lokað í nótt vegna veðurs og færðar. Flestallir vegir á Norðurlandi vestra eru því færir en víða má reikna með hálku eða hálkublettum. Lægðagangur verður viðvarandi út vikuna með tilheyrandi úrkomu og hvassviðri. Appelsínugul viðvörun er fyrir Norðurland vestra frá kl. 15 á morgun, miðvikudag, og fram á miðjan fimmtudag.
Meira