Fréttir

Eimur vex til vesturs | Fréttatilkynning

Bakhjarlar Eims, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Landsvirkjun, Samtök sveitarfélaga- og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, Norðurorka og Orkuveita Húsavíkur, ásamt Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra undirrituðu í dag samkomulag um inngöngu samtakanna í Eim. Eimur hefur það meginmarkmið að bæta nýtingu auðlinda með verðmætasköpun, sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. Nú spannar starfsvæði félagsins allt Norðurland.
Meira

Heyskapartíð verið erfið síðan um miðjan júlí

„Eins og alltaf eru aðstæður misjafnar og staða bænda því misjöfn. Jú, árferði hefur verið óvenjulegt á þessu svæði í vor og sumar. Það var víða mikill klaki í jörð sem fór mjög seint og gerði bændum erfitt fyrir með vorverk s.s. jarðvinnslu og sáningu í flög sem varð fyrir vikið óvenju seint á ferðinni. Það var líka fremur kalt í veðri og úrkomusamt sem olli því að jörðin hlýnaði hægt og spretta grasa hæg. Sláttur hófst því heldur seinna en flest undanfarin ár. Spretta hefur hins vegar almennt verið góð þegar liðið hefur á sumar og er háarspretta góð,“ sagði Eiríkur Loftsson, ráðunautur hjá RML, þegar Feykir spurði hann út í stöðuna hjá bændum en slæm tíð hér Norðanlands hefur verið talsvert í umræðunni og þá áhrif hennar á sprettu og slátt.
Meira

Ríkisstjórnin fundar í Gránu

Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar fer fram í Háa salnum í Gránu á Sauðárkróki í dag. Ríkisstjórnin mun auk þess funda með fulltrúum sveitarfélaga innan vébanda Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Meira

Landsliðskona Níkaragva til liðs við Tindastól í Bestu deildinni

Erica Alicia Cunningham fékk á mánudaginn leikheimild með liði Tindastóls í Bestu deild kvenna og mun spila með liðinu út tímabilið. Cunningham er varnarmaður, 31 árs og fædd í San Francisco í Bandaríkjunum. Það vekur að sjálfsögðu athygli að félagaskiptaglugginn lokaði fyrir 13 dögum og síðast á sunnudagskvöld tjáði Donni þjálfari Feyki að Tindastóll næði ekki að bæta við hópinn hjá sér.
Meira

Líf og fjör hjá Skagafjarðarhöfnum

Eftir vætutíð og norðankulda í að því er virtist heila eilífð bankaði sumarið upp á í dag, sólin brosti til okkar á bláum himni, hitastigið stökk hæð sína í loft upp og lífið kviknaði á ný. Bátar héldu á sjóinn og lönduðu vænum afla. Samkvæmt Facebook-síðu Skagafjarðarhafna lönduðu níu bátar í dag alls 156.123 kílóum.
Meira

Dagný Rósa ráðin fræðslustjóri í A-Hún

Á fundi stjórnar Félags- og skólaþjónustu A-Hún föstudaginn 16. ágúst 2024 var samþykkt að ráða Dagnýju Rósu Úlfarsdóttur í starf fræðslustjóra. Í framhaldi af uppsögn fræðslustjóra, Þórdísar Hauksdóttur, þann 26. júní sl. samþykkti stjórn byggðasamlagsins óformlega að staðan yrði auglýst hið fyrsta.
Meira

Horfir til betri vegar í rafhleðslumálum í Skagafirði

„Sveitarfélagið Skagafjörður hefur verið í samskiptum við nokkra aðila sem hafa sýnt því áhuga að byggja upp öflugri innviði í formi rafhleðslustöðva í Skagafirði. Má þar nefna Orku náttúrunnar sem hefur hug á að koma upp nýjum hleðslustöðvum á Sauðárkróki, í Varmahlíð og á Hofsósi,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, þegar Feykir spurði hann hvort sveitarfélagið væri að vinna að því að fjölga rafhleðslustöðvum í Skagafirði.
Meira

Tré ársins 2024 í Varmahlíð Skagafirði

Í tilefni útnefningar Tré ársins 2024 verður viðburður í Varmahlíð í Skagafirði sunnudaginn 8. september nk. kl. 16:00.
Meira

Ótrúlegar myndir af Siglufjarðarveginum

Fljótamaðurinn Halldór Gunnar á Molastöðum skrapp í hjólatúr í gær með drónann í bakpokanum. Leiðin lág yfir Almenninga sem hafa verið lokaðir fyrir bílaumferð síðan síðdegis á föstudag eftir úrhellisrigningu á Tröllaskaganum og Norðurlandi öllu.
Meira

Gestadagur á Reynistað

Gestadagur á fornleifasvæðinu á Reynistað í Skagafirði laugardaginn 31. ágúst kl. 14:00. Boðið verður upp á leiðsögn, á ensku og íslensku, um uppgröftinn sem fró fram í sumar. Þeir sem hafa áhuga á að mæta koma við Reynistaðakirkju. Allir velkomnir
Meira