Ásta Ólöf heldur áfram að láta gott af mér leiða
Ásta Ólöf sem nýverið var valinn Maður ársins á Norðurlandi vestra heldur áfram að láta gott af sér leiða. Þetta kemur fram á Facebooksíðu Skagafjarðar.
Eins og margir muna þá efndi Ásta til söfnunar fyrir hjóli fyrir hreyfihamlaða og gaf fjölskyldusviði Skagafjarðar svo hjólið sem kemur til með að nýtast afar vel. Ásta er ekki hætt en í vikunni kom hún færandi hendi og afhenti Sundlaug Sauðárkróks göngugrind og afhenti Iðju-hæfingu hjólastól og hjálm til að nota á hjólið góða. Þá pantaði Ásta einnig auka rafhlöðu í hjólið sem von er á á næstu dögum.
Við látum orð Ástu fylgja hér með: „Söfnunin fyrir hjólinu gekk það vel á síðasta ári að það varð afgangur. Ég fór því í verslunarleiðangur þegar ég átti ferð suður í byrjun vikunnar. Ég lagði inn pöntun fyrir auka rafhlöðu fyrir hjólið og keypti auk þess hjólastól til þess að hægt væri að bjóða hreyfihömluðum í hjólatúr þó þeir noti ekki hjólastól í daglegu lífi. Þá keypti ég göngugrind sem ég færði sundlaugarinni á Sauðárkróki til notkunar fyrir gesti sem eiga erfitt með gang á sundlaugarbakkanum. Megi þetta nýtast sem best” sagði Ásta að lokum.
Frábært framtak hjá Ástu Ólöfu viðtal verður við hana í næsta tb.Feykis.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.