Tveir sérar ráðnir í afleysingu

Sr.Karl V. Matthíasson og Sr. Guðni Ólafsson. MYND AÐSEND
Sr.Karl V. Matthíasson og Sr. Guðni Ólafsson. MYND AÐSEND

Liðsauki í Skagafjarðarprestakall annars vegar og Húnavatnsprestakall hins vegar. Gengið hefur verið frá ráðningu tveggja presta til afleysingaþjónustu í prestaköllunum frá byrjun febrúar og næstu mánuði. 

Þann fyrsta 1.febrúar bættist liðsauki í prestahópinn í Skagafjarðarprestakalli. Sr. Karl V. Matthíasson mun sinna afleysingaþjónustu prests næstu mánuðina í prestakallinu.

Sr. Karl var síðast sóknarprestur í Guðríðarkirkju en hann hefur áratuga reynslu af prestsþjónustu en hann starfaði um tíma sem vímuvarnarprestur. 

Eins hefur Sr. Guðni Þór Ólafsson sem áður var prestur á Melstað í Miðfirði verið ráðinn til afleysinga í Húnavatnsprestakalli. Hann hefur kemur til með að hafa aðsetur á Skagaströnd. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir