Innviðaráðuneytið vísaði kæru Álfhildar frá
Nokkur ágreiningur varð meðal sveitarstjórnarfólks í Skagafirði í upphafi kennaraverkfalls í lok október. Álfhildur Leifsdóttir, áheyrnarfulltrúi VG og óháðra í byggðarráði Skagafjarðar, sem einnig er formaður Kennarasamband Norðurlands vestra, fór þess á leit að tekin yrði á dagskrá fundar í byggðarráði 30. október „...sú ákvörðun að ætla sér að hafa leikskólann að mestu opinn í verkfalli“. Var erindið tekið fyrir en Álfhildur kosin vanhæf til þátttöku í umræðunni um erindið með öllum greiddum atkvæðum fulltrúa Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalistans. Álfhildur var ósátt og kærði þann gjörning til innviðaráðuneytisins sem komst að þeirri niðurstöðu í lok nóvember að vísa bæri málinu frá.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.