„Ég sé ekki eftir því í eina sekúndu að hafa flutt” segir Gunnar oft | Velkomin heim
feykir.is
Skagafjörður, Lokað efni, Velkomin heim
08.02.2025
kl. 09.18
Skagfirðingurinn og tvíburinn Sólrún Harpa Heiðarsdóttir flutti til Reykjavíkur árið 2008 en er nú komin aftur heim á Krókinn ásamt eiginmanni sínum, Gunnari Oddi Halldórssyni. Foreldrar Sólrúnar eru þau Anna Kristjánsdóttir frá Skatastöðum og Heiðar Borgar Björnsson frá Borgargerði. Sólrún á þrjú systkini, eldri bróður sem heitir Kristján Ingibergur, tvíburabróðurinn Tómas Pétur og yngri systur hana Unni Fjólu. Sólrún og Gunnar eiga saman þrjú börn, Guðbjörgu Heru, Daníel Guðna og Vigdísi Heklu og hafa þau komið sér vel fyrir í Nestúninu. Sólrún vinnur á Leikskólanum Ársölum (yngra stig) og Gunnar vinnur hjá Íslenska gámafélaginu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.