Opið fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna!
Nú er opið fyrir styrki til atvinnumála kvenna og er umsóknarfrestur til og með 14. mars. Hægt er að sækja um styrki til vöruþróunar, markaðssetningar og vegna launakostnaðar (fyrir nýlega stofnuð fyrirtæki), Hámarksstyrkur er 4 m.kr. og er hægt að sækja um styrki fyrir helmingi kostnaðar. Einnig er hægt að sækja um styrki til gerðar viðskiptáætlana að upphæð kr. 600.000.
Skilyrði fyrir styrkveitingum er að það sé nýnæmi í hugmyndinni/verkefninu, að það sé í meirihlutaeigu kvenna (51%) og að verkefnið leiði til atvinnusköpunar. Ennfremur að umsóknir séu vel útfylltar en ekki er tekið á móti umsóknum í tölvupósti. Styrkir verða afgreiddir í byrjun mai og úthlutun um miðjan maí.
Eins og undanfarin tvö ár verður boðið þeim sem fá samþykkta styrki til gerðar viðskiptaáætlunar, að taka þátt í hraðli þar sem hægt er að vinna til verðlauna, en tilhögun þess verður kynnt nánar þegar þar að kemur.
Hægt er að senda fyrirspurnir um styrki til verkefnastjóra á netfangið asdis.gudmundsdottir@vmst.is. Einnig er hægt að panta viðtalstíma á heimasíðunni (panta tíma í ráðgjöf).
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.