Unglingaráðið í körfunni komið með VEO LIVE myndavél
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
11.02.2025
kl. 10.55
Barna- og unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls fékk um miðjan janúar að gjöf frá Fisk Seafood sérstaka íþróttamyndavél sem tekur upp og streymir frá leikjum í beinni útsendingu. Þessi gjöf er nú þegar farin að nýtast einkar vel því vélin var strax tekin í notkun og búið að sýna frá nokkrum leikjum. Nú geta allar ömmur og afar fylgst með í stofunni heima, frændur og frænkur erlendis frá eða foreldrar og aðrir forráðamenn sem komast ekki á alla leiki. Þá nýtist vélin einnig í þjálfun, en þjálfarar geta nú horft á upptökur af leikjum og greint tækifæri til bætinga.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.