Fyrstu árin voru einkum hreinræktuð tölvufyrirtæki tilnefnd, en það hafi breyst í takt við framþróun atvinnulífsins og segir í tilkynningunni „Í dag byggja flest fyrirtæki og stofnanir á stafrænum lausnum og skilgreina sig sem þekkingarvinnustaði. Meðal handhafa UT-verðlauna Ský undanfarin ár hafa þannig verið Controlant, Íslensk erfðagreining, Marel, Miðeind og Syndis, ásamt því sem opinberir vinnustaðir hafa margoft verið verðlaunaðir.
Borealis Data Center tryggði sér fjármögnun og fékk heiðursverðlaun á UT-messunni
Gagnaversfyrirtækið Borealis Data Center, sem rekur gagnaver í Finnlandi og á Íslandi, nánar tiltekið á Blönduósi, Fitjum í Reykjanesbæ og á Korputorgi í Reykjavík, hefur tryggt sér um 21 milljarðs króna fjármögnun til að styðja við frekari vöxt á Íslandi og á Norðurlöndunum. Þá var fyrirtækinu veitt heiðursverðlaun UT-verðlauna Ský árið 2025 um sl. helgi á UT-massunni sem haldin var í Hörpunni.
Í tilkynningunni frá fyrirtækinu segir að fjármögnunin verði nýtt til uppbyggingar á gagnaversinnviðum félagsins, bæði í Finnlandi og á Íslandi og þá sérstaklega á Blönduósi því þar standi yfir mikil uppbygging. Mun fjármagnið meðal annars verða nýtt í að efla þá uppbyggingu og flýta henni. Þar segir að fjármögnunarferlið hafi verið leitt af norræna fjárfestingabankanum Pareto Securites. Fjárfestingafélagið Infranity leggur til um 19 milljarða króna langtímafjármögnun og Arion banki veitir tæplega 2 milljarða króna rekstrarfjármögnun.
„Vaxtastefna okkar byggir á því að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina okkar á sama tíma og laða að þá aðila sem gera sífellt flóknari og ríkari kröfur,“ segir Björn Brynjúlfsson, forstjóri og meðstofnandi Borealis Data Center, í tilkynningunni. „Við erum staðráðin í að vera skrefinu á undan framtíðarkröfum og tryggja að aðstaða okkar geti mætt þörfum viðskiptavina á sem sjálfbærastan hátt. Fjármögnunin frá Infranity og Arion gerir okkur kleift að flýta þessari stefnu enn frekar og efla getu okkar.“
Í tilkynningunni segir að fjármögnunin styðji við uppbyggingu fyrir kröfuharða viðskiptavini, til dæmis á sviði gervigreindar og ofurtölva, sem leggja áherslu á aðgang að endurnýjanlegri orku ásamt skilvirkum rekstri. Umfang uppbyggingar er mikið og munu fjöldi verktaka koma að henni. Borealis er í eigu franska fjárfestingasjóðsins Vauban Infrastructure Partners, sem sérhæfir sig í langtíma fjárfestingum í innviðum og leggur Borealis áherslu á rekstur sjálfbærra gagnavera á norðurslóðum. Meðal viðskiptavina Borealis eru innlend og erlend fjármálafyrirtæki, netfyrirtæki, veitu- og innviðafyrirtæki, aðilar sem standa að rekstri gervitungla, lyfjaiðnaðurinn, bílaframleiðendur og upplýsingatæknifyrirtæki. Þá hefur fyrirtækið nýlega hlotið ISO 27001/18/17 vottanir fyrir gagnaverastarfsemi sína.
Nánar má lesa um fréttina á mbl.is
Borealis Data Center ásamt atNorth og Verne Global var veitt heiðursverðlaunin UT-verðlauna Ský árið 2025 á UT-messunni sem fram fór í Hörpunni sl. helgi fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni. Þá fengu Bara tala, Noona, Treble Technnologies, HS Orka - Auðlindastýring, Laki Power og Festi verðlaun í undirflokkum UT-verðlaunanna. Þetta er í sextánda skipti sem Upplýsingatækniverðlaun Ský eru afhent og var það í höndum Höllu Tómasdóttur, forseti Íslands, að afhenda verðlaunin, en þau eru glerlistaverk eftir Ingu Elínu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.