Borealis Data Center tryggði sér fjármögnun og fékk heiðursverðlaun á UT-messunni

Gagnaver Borealis Data Center á Blönduósi. Tekin af Feykir.is
Gagnaver Borealis Data Center á Blönduósi. Tekin af Feykir.is

Gagna­vers­fyr­ir­tækið Bor­eal­is Data Center, sem rek­ur gagna­ver í Finnlandi og á Íslandi, nánar tiltekið á Blönduósi, Fitj­um í Reykja­nes­bæ og á Korpu­torgi í Reykja­vík, hef­ur tryggt sér um 21 millj­arðs króna fjár­mögn­un til að styðja við frek­ari vöxt á Íslandi og á Norður­lönd­un­um. Þá var fyrirtækinu veitt heiðursverðlaun UT-verðlauna Ský árið 2025 um sl. helgi á UT-massunni sem haldin var í Hörpunni.

Í tilkynningunni frá fyrirtækinu segir að fjár­mögn­un­in verði nýtt til upp­bygg­ing­ar á gagna­versinnviðum fé­lags­ins, bæði í Finnlandi og á Íslandi og þá sérstaklega á Blönduósi því þar standi yfir mikil uppbygging. Mun fjár­magnið meðal ann­ars verða nýtt í að efla þá upp­bygg­ingu og flýta henni. Þar seg­ir að fjár­mögn­un­ar­ferlið hafi verið leitt af nor­ræna fjár­fest­inga­bank­an­um Pareto Secu­rites. Fjár­fest­inga­fé­lagið In­franity legg­ur til um 19 millj­arða króna lang­tíma­fjár­mögn­un og Ari­on banki veit­ir tæp­lega 2 millj­arða króna rekstr­ar­fjármögn­un.

„Vaxta­stefna okk­ar bygg­ir á því að veita framúrsk­ar­andi þjón­ustu til viðskipta­vina okk­ar á sama tíma og laða að þá aðila sem gera sí­fellt flókn­ari og rík­ari kröfur,“ seg­ir Björn Brynj­úlfs­son, for­stjóri og meðstofn­andi Bor­eal­is Data Center, í til­kynn­ing­unni. „Við erum staðráðin í að vera skref­inu á und­an framtíðarkröfum og tryggja að aðstaða okk­ar geti mætt þörf­um viðskipta­vina á sem sjálf­bær­ast­an hátt. Fjár­mögn­un­in frá In­franity og Ari­on ger­ir okk­ur kleift að flýta þess­ari stefnu enn frek­ar og efla getu okk­ar.“

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að fjár­mögn­un­in styðji við upp­bygg­ingu fyr­ir kröfu­h­arða viðskipta­vini, til dæm­is á sviði gervi­greind­ar og of­ur­tölva, sem leggja áherslu á aðgang að end­ur­nýj­an­legri orku ásamt skil­virk­um rekstri. Um­fang upp­bygg­ing­ar er mikið og munu fjöldi verk­taka koma að henni. Bor­eal­is er í eigu franska fjár­fest­inga­sjóðsins Vauban In­frastruct­ure Partners, sem sér­hæf­ir sig í lang­tíma fjár­fest­ing­um í innviðum og leggur Bor­eal­is áherslu á rekst­ur sjálf­bærra gagna­vera á norður­slóðum. Meðal viðskipta­vina Bor­eal­is eru inn­lend og er­lend fjár­mála­fyr­ir­tæki, net­fyr­ir­tæki, veitu- og innviðafyr­ir­tæki, aðilar sem standa að rekstri gervi­tungla, lyfjaiðnaður­inn, bíla­fram­leiðend­ur og upp­lýs­inga­tæknifyr­ir­tæki. Þá hefur fyr­ir­tækið ný­lega hlotið ISO 27001/​18/​17 vott­an­ir fyr­ir gagna­ver­a­starf­semi sína.

Nánar má lesa um fréttina á mbl.is 

Borealis Data Center ásamt atNorth og Verne Global var veitt heiðursverðlaunin UT-verðlauna Ský árið 2025 á UT-messunni sem fram fór í Hörpunni sl. helgi fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni. Þá fengu Bara tala, Noona, Treble Technnologies, HS Orka - Auðlindastýring, Laki Power og Festi verðlaun í undirflokkum UT-verðlaunanna. Þetta er í sextánda skipti sem Upplýsingatækniverðlaun Ský eru afhent og var það í höndum Höllu Tómasdóttur, forseti Íslands, að afhenda verðlaunin, en þau eru glerlistaverk eftir Ingu Elínu.

Fyrstu árin voru einkum hreinræktuð tölvufyrirtæki tilnefnd, en það hafi breyst í takt við framþróun atvinnulífsins og segir í tilkynningunni „Í dag byggja flest fyrirtæki og stofnanir á stafrænum lausnum og skilgreina sig sem þekkingarvinnustaði. Meðal handhafa UT-verðlauna Ský undanfarin ár hafa þannig verið Controlant, Íslensk erfðagreining, Marel, Miðeind og Syndis, ásamt því sem opinberir vinnustaðir hafa margoft verið verðlaunaðir.

Nánar má lesa um þetta á visir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir