Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Húnaþings vestra úthlutar styrkjum

Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Húnaþings vestra hefur ákveðið að úthluta styrkjum til fimm verkefna á þessu ári en sjóðnum barst sex umsóknir innan tilskilins frests, sem var 31. janúar síðastliðinn. Til úthlutunar var 2,5 milljónir en alls var sótt um tæpar 8,5 milljónir. 

Styrkhafar og verkefni þeirra eru eftirfarandi:

  • Sigrún Davíðsdóttir, vegna verkefnisins Saunasetrið kr. 450.000.
  • Greta Ann Clough, vegna verkefnisins Hret víngerð kr. 500.000.
  • Vettvangur íþrótta, vegna verkefnisins Betri nýting bættur hagur, kr. 150.000.
  • Selasetur Íslands, vegna verkefnisins selaskoðun í sýndarveruleika - lokaáfangi, kr. 600.000.
  • Framhugsun, vegna verkefnisins Rabarbaron, kr. 800.000.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir