Fréttir

Ágæt þátttaka í Druslugöngunni á Króknum

Druslugangan 2023 fór fram á tveimur stöðum á landinu í dag, í Reykjavík og á Sauðárkróki. Gangan fór af stað um hálf tvö og var gengið frá Árskóla og að Sauðárkróksbakaríi þar sem fóru fram ræðuhöld, ljóðalestur og tónlistaratriði. Göngufólk fékk afbragðsveður, það var bæði hlýtt og logn þó sólin væri sparsöm á geislana, og heyrðust því baráttuhróp þeirra sem þátt tóku í göngunni vel.
Meira

Faxi á Faxatorgi lagfærður - Færður úr steypu í brons

Í tilefni af 100 ára afmæli listamannsins Ragnars Kjartanssonar hefur sveitarstjórn Skagafjarðar ákveðið að láta lagfæra listaverkið Faxa á Faxatorgi. Faxi er sagður með mikilvægari verkum á markverðum ferli hans. Verður höggmyndin færð af stalli sínum, hæfð til steypu í brons svo hægt verði að varðveita hana án viðhalds til langs tíma. Einnig verður stöpullinn sem Faxi stendur á endurnýjaður.
Meira

Fótboltinn í 3. deildinni er áhugaverður, segir Uros Djuric

Nú á vordögum fékk lið Kormáks/Hvatar liðsstyrk þegar reyndur serbneskur leikmaður tók stöðu milli stanganna í marki Húnvetninga. Um var að ræða Uros Djuric, 29 ára gamlan fyrrverandi atvinnumann í knattspyrnu sem hefur spilað í sterkum deildum í Austur-Evrópu. Það hefur líka komið í ljós að hann kann ýmsilegt fyrir sér í markmannsstöðunni og kappinn því happafengur fyrir Húnvetninga.
Meira

Bíll brann til kaldra kola á Garðssandi

Í kvöld kviknaði í bíl sem ekið var í austurátt frá Sauðárkróki á þjóðvegi 75 á Garðssandi. Ökumanni og farþega tókst að koma bílnum út fyrir veg og forða sér út en bíllinn varð alelda á skömmum tíma og brann til kaldra kola. Slökkviliðið mætti á staðinn en þá var orðið of seint að bjarga bílnum en slökkviliðið slökkti eldinn.
Meira

Fjölbreytt og skemmtileg tónlistarveisla í Bifröst

Það var hörkustemning í Bifröst á Sauðárkróki föstudaginn 30. júní þegar skagfirskt tónlistarfólk af öllum gerðum mætti til leiks á tónleikana sem bera nafnið Græni salurinn. Flytjendur spönnuðu nánast gjörvallt aldursrófið; frá ungum og sprækum yfir í hokna af reynslu.
Meira

Framkvæmdir hafnar við 7 km spotta á Vatnsnesvegi

Framkvæmdir við endurbyggingu vegarins frá Kárastöðum að Skarði á Vatnsnesi eru hafnar. Í frétt á vef Húnaþings vestra segir að um sé að ræða rétt ríflega 7 km. spotta. Verkið var boðið út á vordögum og féll það í hlut Þróttar ehf. Tilboðið hljóðaði upp á tæpar 485 milljónir króna og var 93,6% af kostnaðaráætlun. Samkvæmt skilmálum útboðsins skal verkinu að fullu lokið fyrir 1. september 2024.
Meira

Aldrei verið jafn auðvelt að „fara norður“

Ísorka hefur hleypt straumi á nýja hraðhleðslustöð á Blönduósi en um er að ræða 150Kw Alpitronic Hypercharger stöð sem hefur 2x CCS tengi og getur því hlaðið tvo bíla í einu. Stöðin er staðsett við norðurenda Íþróttahússins á Blönduósi, nánar tiltekið á Melabraut 2. Stöðin er sýnileg í Ísorku appinu en í frétt á vef Ísorku segir að verkefnið hafi verið unnið í samstarfi við Orkusjóð.
Meira

Faxi floginn á vit nýrra ævintýra

Nú í morgun flaug Faxi á vit nýrra ævintýra. Næsti áfangastaður er Reykjavík þar sem hann verður gerður sýningarhæfur og hafður á sýningu á Korpúlfsstöðum. Að sýningu lokinni mun hann halda til Þýskalands þar sem hann verður færður í brons og mun síðan leggja á skeið aftur heim á Sauðárkrók.
Meira

Ný brunavarnaáætlun í Húnaþingi vestra

Greint er frá því á vef Húnaþings vestra að ný brunavarnaáætlun Brunavarna Húnaþings vestra (BHV) hafi verið samþykkt og undirrituð af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), sveitarstjóra Húnaþings vestra og slökkviliðsstjóra BVH.
Meira

Umhverfisverðlaun Húnabyggðar veitt á Húnavöku

Á Húnavöku afhenti Umhverfisnefnd Húnabyggðar umhverfisverðlaun sem eru veitt fyrir falleg og vel hirta garða og fyrir snyrtilegt umhverfi.
Meira