Fréttir

Skallar kipptu stólunum undan Stólunum

Ef það var brekka fyrir Tindastólsstrákana að færa sig upp í næstu deild fyrir ofan þá varð hún enn brattari í kvöld þegar Stólarnir gerðu sér lítið fyrir og töpuðu í Borgarnesi. Fyrir leik voru Skallagrímsmenn í áttunda sæti deildarinnar með tíu stig en lið Tindastóls í fjórða sæti með 20 stig. Það kom gestunum að litlu gagni því heimamenn unnu leikinn 2-0.
Meira

Malbikun stendur yfir á Skagaströnd

Á vef Skagastrandar kemur fram að Vegagerðin mun malbika stofnveg sveitarfélagsins frá Fellsbraut við Röðulfell um alla Strandgötu fram að gatnmótum við Einbúann.
Meira

Brekkusöngur með Gvendi á Bakka í kvöld

Eldurinn í Húnaþingi logar núna stöðugt með hverjum viðburðinum á fætur öðrum. 
Meira

Staða framkvæmda við sundlaugina á Hvammstanga

Á heimasíðu Húnaþings vestra er greint frá því að síðustu vikur hefur áfram verið unnið að því að ljúka við tengivinnu í kjölfar gerð lagnakjallarans við sundlaugina á Hvammstanga.
Meira

Fagmennska, traust og framsækni á eftir að skila sér til eflingar landsbyggðunum

„Blómleg byggð um land allt er framtíðarsýn Byggðastofnunar og byggir á trausti fagmennsku og framsækni,” segir Magnús B. Jónsson fráfarandi stjórnarformaður Byggðastofnunar sem lauk nýverið starfi sem stjórnarformaður eftir fjögurra ára stjórnarsetu. „Mér finnst Byggðastofnun vera í góðum málum, bæði vegna þess mannauðs sem þar hefur byggst upp og er meginverðmæti hverrar starfsemi og vegna þess hve efnahagur hennar stendur vel. Stofnunin á að mínu mati góða möguleika á að vaxa og dafna með þessar tvær undirstöður sem grunneiningar.”
Meira

Arnar, Pétur og Þórir í lokahóp fyrir æfingamót í Ungverjalandi

Íslenska karlalandsliðið í Körfubolta er á leiðinni til Ungverjalands á æfingamót í borginni Kecskemét. Þar mun liðið leika vináttulandsleiki við Ísrael og heimamenn í Ungverjalandi. 
Meira

Danssveit Dósa sótti heimsfrægðina á Rauðasand

Feykir frétti af því fyrir eintóma tilviljun í kaffitíma sínum að hin stuðvæna Danssveit Dósa, sem er skagfirsk hljómsveit eins og flestum ætti að vera orðið kunnugt, fékk nokkuð óvenjulegt verkefni upp í hendurnar á dögunum. Eða kannski öllu heldur, staðsetning giggsins var óvenjuleg. Hljómsveitarstjórinn, Sæþór Már Hinriksson, gítarleikari og afleysingablaðamaður Feykis, fékk nefnilega upphringingu frá Ástþóri Skúlasyni bónda á Melanesi á Rauðasandi á Barðaströnd. Hann vantaði hljómsveit til að spila í 50 ára afmælisveislu sinni sem hann vitaskuld vildi halda heima hjá sér. Veislan var um síðustu helgi og það var því ekki annað í stöðunni fyrir Feyki en að forvitnast um ferðalagið hjá starfsmanni sínum.
Meira

Selatalningin mikla fer fram á sunnudaginn

Selatalningin mikla á vegum Selaseturs Íslands á Hvammstanga núna nk. sunnudag, 30. júlí.
Meira

Fimmtán hlutu styrk úr Húnasjóði

Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra 24. júlí sl. var úthlutað úr Húnasjóði.  Tilgangur sjóðsins er að stuðla að endur- og fagmenntun í Húnaþingi vestra og var stofnaður af hjónunum Ásgeiri Magnússyni og Unni Ásmundsdóttir í þeim tilgangi að minnast Alþýðuskóla Húnvetninga og starfseminnar sem þar fór fram.
Meira

Keppni í kökuskreytingum á Unglingalandsmóti

Keppni í kökuskreytingum hefur verið á meðal þeirra fjölmennustu síðan greinin var kynnt til sögunnar fyrir nokkrum árum. Keppendur vinna með þema í kökuskreytingum. Þemað er fjölbreytileiki þetta árið.
Meira