Fréttir

Ljómarallý í Skagafirði um næstu helgi

Laugardaginn 29. júlí 2023 fer fram Ljómarallý í Skagafirði. Keppnin er sú þriðja í röðinni í Íslandsmeistaramótinu í rallakstri í ár.
Meira

Donni ánægður með frumraun þeirra spænsku

„Ég er gríðarlega ánægður með leikinn i heild sinni. Þetta var frábær frammistaða bæði varnar - og sóknarlega. Geggjað að skora frábær fjögur mörk og hefðum getað skorað aðeins fleiri,“ sagði markagráðugur Donni þjálfari þegar Feykir hafði samband við hann að loknum leik Tindastóls og ÍBV í Bestu deild kvenna í gær. Leikurinn endaði með 4-1 sigri Stólastúlkna og færði liðið ofar í töfluna.
Meira

Útimarkaður í gamla bænum á Blönduósi laugardaginn 29. júlí

Laugardaginn 29. júlí nk. verður haldinn útimarkaður í gamla bænum á Blönduósi frá kl. 14 - 17. 
Meira

Strandveiðar á tímamótum – næstu skref

Strandveiðar skipta nú sköpum fyrir fjölda fjölskyldna vítt og breytt um landið en 750 sjálfstæðar útgerðir hafa afkomu sína af handfæraveiðum, að ótöldum afleiddum störfum fiskverkenda, verkafólks og þjónustuaðila sem njóta góðs af. Auk útgefinna heimilda til strandveiða, hefur á undanförnum árum verið hægt að bæta við strandveiðipott ársins áður en vertíð líkur af heimildum annarsstaðar frá sem sýnt hefur verið að verði ekki nýttar á því fiskveiðiári.
Meira

„Það bregst aldrei að þær heilla mig með baráttuanda sínum“

Það kom fram í umfjöllun um leik Tindastóls og ÍBV í dag að Murielle Tiernan, eða bara Murr upp á grjótharða íslensku, var heiðruð áður en leikurinn hófst en hún náði fyrir nokkru þeim áfanga að hafa spilað 100 leiki fyrir Stólastúlkur í deild og bikar. Það eru um sex ár frá því að hún gekk fyrst til liðs við Tindastól sem þá var í 2. deild en með tilkomu hennar og uppkomu metnaðarfullra og stoltra Stólastúlkna í meistaraflokk hófst ótrúlegur uppgangur kvennaboltans á Króknum. Feykir sendi nokkrar spurningar á Murr.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar gefur hvergi eftir í toppbaráttunni

Hún var mögnuð knattspyrnuhelgin á Norðurlandi vestra. Bæði meistaraflokkslið Tindastóls unnu mikilvæga leiki og á Blönduósi bætti stolt Húnvetninga, lið Kormáks/Hvatar, enn stöðu sína í toppbaráttu 3. deildar. Í dag mættu þeir liði ÍH úr Hafnarfirði og þó einhverjir gætu sagt að þetta hafi verið skildusigur þá geta slíkir leikir reynst bananahýði. Húnvetningum skrikaði þó ekki fótur í leiknum og fóru létt með ÍH-inga og unnu 5-0 sigur.
Meira

Sterkur sigur Stólastúlkna og þrjú stig í pokann

Það var einn leikur í Bestu deild kvenna þessa helgina og hann var spilaður á Króknum í dag. Þá tóku Stólastúlkur á móti liði ÍBV úr Eyjum í því sem má kalla sex stiga leik, liðin bæði að berjast fyrir tilverurétti sínum í efstu deild. Tvær splunkunýjar spænskar stúlkur léku sinn fyrsta leik fyrir heimastúlkur og það var ekki annað að sjá í dag en að þar færu klassaspilarar. Þó það gangi hægt hjá Murr að komast í 100 mörkin fyrir Stólastúlkur þá átti hún skínandi leik í dag og lagði í raun upp öll fjögur mörk liðsins í skemmtilegum og vel spiluðum leik. Lokatölur 4-1 og Stólastúlkur færðust úr níunda sæti í það sjöunda.
Meira

Ást er allt / ARNAR BJÖRNS

Landsliðsmaðurinn, Stóllinn og skemmtanastjórinn Sigtryggur Arnar Björnsson, fæddur árið 1993, varð í maí síðastliðnum Íslandsmeistari í körfu með liði Tindastóls. Titlinum var fagnað vel og lengi. Nú á dögunum steig Arnar síðan pínu dans utan þægindarammans en þá stökk kappinn í gervi skífuþeytis (DJ) á bæjarhátíðinni Hofsós heim.
Meira

Tindastóll með töff sigur á toppliðinu

Karlalið Tindastóls var í eldlínunni í 4. deildinni í dag þegar strákarnir tóku á móti toppliði deildarinnar, Vængjum Júpíters, á Sauðárkróksvelli. Fyrir leik voru Stólarnir hins vegar í fjórða sæti deildarinnar og þurftu nauðsynlega að næla í sigur til að koma sér betur fyrir í toppbaráttu deildarinnar. Það hafðist og var sigurinn nokkuð öruggur. Lokatölur að loknum skemmtilegum leik voru 3-1.
Meira