Fréttir

Stólarnir fluttu þrjú stig heim frá Flúðum

Tindastóll sótti þrjú stig á Próbygg-völlinn á Flúðum í dag en þar spila Uppsveitarmenn heimaleiki sína. Eitt mark dugði til að næla í stigin og með sigrinum þokaðist lið Tindastóls upp í fjórða sæti 4. deildarinnar. Lokatölur 0-1.
Meira

Húnvetningar skutust í annað sætið eftir sigur á Víði

Húnavökuleikurinn fór fram á Blönduósvelli í dag en þá tók lið Kormáks/Hvatar á móti Víði í Garði. Liðin eru bæði í töppbaráttunni í 3. deild en lið gestanna var í öðru sæti fyrir leik en heimamenn í fjórða sæti. Það var því mikið undir og úr varð töluverð veisla, boðið upp á fimm mörk og sem betur fer gerði lið Kormáks/Hvatar fleiri en andstæðingurinn og skaust upp í annað sæti deildarinnar. Lokatölur 3-2.
Meira

„Einn leik í einu og svo sjáum við hvar við endum“

Lið Kormáks/Hvatar er nú á öðru ári sínu í 3. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Lið Húnvetninga vann sér sæti í deildinni haustið 2021 og náði fínum árangri síðastliðið sumar undir stjórn Aco Pandurevic þó þunnskipaður hópur og meiðsli hafi næstum kostað liðið sætið. Aco yfirgaf Kormák/Hvöt eftir þrjá leiki og erfiða byrjun í sumar og Ingvi Rafn Ingvarsson tók við stýrinu en hann var einmitt við stjórnvölinn þegar liðið vann sér sæti í 3. deildinni.
Meira

Hefur alla tíð verið mikill sveitamaður og samgróinn sveitinni :: Viðtal við Róar Jónsson 100 ára

Á dögunum fagnaði Róar Jónsson á Sauðárkrói aldarafmæli sínu en hann má efalaust telja með hressari mönnum á hans aldri, býr enn heima og sér um sig og heimilið sjálfur. Feykir reyndi að ná á honum á sjálfan afmælisdaginn en greip í tómt þar sem hann hafði brugðið sér í næstu sýslu og þegið heimboð dóttur sinnar og fjölskyldu. Var hann fús til að veita viðtal daginn eftir.
Meira

Fenderinn hefur farið í gegnum ca. 1600 dansleiki

Það er Hörður Gunnar Ólafsson sem svarar „Hljóðfærinu mínu“ að þessu sinni. Frá Sauðárkróki kemur hann og hefur verið tónlistarmaður frá fyrstu framkomu í barnaskólanum árið 1965 og síðan verið viðloðandi tónlistarflutning og tónsmíðar alla tíð. Hörður lærði tannsmíðar í Tannsmíðaskóla Íslands árin 1972-1975, rak tannsmíðastofu á Sauðárkróki frá 1976-2005 og vann síðan í Reykjavík við tannsmíðar til 2020 eða 48 ár með vinnunni á námstímanum.
Meira

Rabb-a-babb 218: Pétur Ara

Nú er það Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, sem hleypir lesendum Feykis að sínum innsta kjarna og tekst á við Rabb-a-babbið. Pétur er fæddur á því herrans ári 1970, er giftur og á þrjú börn og tvö barnabörn að auki. Hann segist búa á Blönduósi – miðju alheimsins!
Meira

Öryggi skólalóðarinnar á Blönduósi aukið

Það er búið að auka öryggi á skólalóðinni á Blönduósi með því að setja nýja snyrtilega girðingu meðfram henni. Á Húnahorninu segir að girðingin afmarki nú skólalóðina frá Húnabraut og Norðurlandsvegi (þjóðvegi 1) og umlykur þannig sparkvöllinn, ærslabelginn, rampana og leiksvæðið við skólann.
Meira

Pallaball í kvöld og allir í stuði á Húnavöku

„Húnavakan fór aldeilis vel af stað í gær. Það mættu um 400 manns í grill, þar sem 63 árgangurinn og Óli í 83 árgang sáu um að grilla ofan í mannskapinn.“ Svo segir í færslu á Facebook-síðu Húnavökunnar. Þó Húnvetningar séu kátir með Húnavökuna þá eru veðurguðirnir kannski ekki alveg að spila með þessa helgina. Þá er ekkert annað í stöðunni en að brosa framan í súldina, klæða af sér kuldann og regið og njóta þess að vera vel dúðaður.
Meira

Vér mótmælum öll !

Nú þegar strandveiðarnar eru sigldar í strand með einu pennastriki ráðherra og stöðvaðar yfir hábjargræðistímann, þegar allt er vaðandi af þorski á grunnslóð þá er ekki skrítið að sjómenn rísi upp og mótmæli við Alþingishúsið á laugardaginn aðgerðarleysi stjórnvalda við að efla og tryggja Strandveiðar í 48 daga !
Meira

Á sjöunda tug manna biðu þess að Skagfirðingabúð opnaði í morgun

Skagfirðingabúð opnaði klukkan 10:00 í morgun líkt og vanalega. Það var þó óvenjulegt að fjöldi fólks beið fyrir utan búðina, hátt í á sjöunda tug manns. Ástæðan fyrir því er að vísu ekkert óeðlilegt, Skagfirðingabúð fagnar 40 ára afmæli um þessar mundir og í tilefni þess er 40% afsláttur á völdum vörum.
Meira