Bíll brann til kaldra kola á Garðssandi

Bíllinn skíðlogaði stuttu eftir að ökumaður og farþegi forðuðu sér, AÐSENDAR MYNDIR
Bíllinn skíðlogaði stuttu eftir að ökumaður og farþegi forðuðu sér, AÐSENDAR MYNDIR

Í kvöld kviknaði í bíl sem ekið var í austurátt frá Sauðárkróki á þjóðvegi 75 á Garðssandi. Ökumanni og farþega tókst að koma bílnum út fyrir veg og forða sér út en bíllinn varð alelda á skömmum tíma og brann til kaldra kola. Slökkviliðið mætti á staðinn en þá var orðið of seint að bjarga bílnum en slökkviliðið slökkti eldinn.

Samkvæmt upplýsingum Feykis þá urðu þeir sem í bílnum voru varir við brunalykt og ákváðu strax að koma bílnum út fyrir veg og stöðva hann. Þeir forðuðu sér frá bílnum, hringdu í 112 þar sem þeim var ráðlagt að halda sig í góðri fjarlætð. Að sögn farþega varð bíllinn fljótt alelda og töluverðar sprengingar urðu í honum. Þeir sluppu án nokkurra meiðsla en var töluvert brugðið.

Um var að ræða nýlegan hybrid jeppling en eins og sést á myndunum þá er bíllinn gjörónýtur. Fólk er eindregið varað við því að koma nálægt bílflakinu þar sem enn geta leynst hættulegar gufur í því og jafnvel sprengihætta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir