Faxi floginn á vit nýrra ævintýra

Faxi var síðan flugvakur eftir allt. Mynd: SMH
Faxi var síðan flugvakur eftir allt. Mynd: SMH

Nú í morgun flaug Faxi á vit nýrra ævintýra. Næsti áfangastaður er Reykjavík þar sem hann verður gerður sýningarhæfur og hafður á sýningu á Korpúlfsstöðum. Að sýningu lokinni mun hann halda til Þýskalands þar sem hann verður færður í brons og mun síðan leggja á skeið aftur heim á Sauðárkrók.

Allt er þetta gert í tilefni af því að höfundur hans, Ragnar Kjartansson, hefði orðið 100 ára í ár. Sýningin á Korpúlfsstöðum er til heiðurs honum og mun standa yfir dagana 12. - 27. ágúst. Afkomendur Ragnars munu kosta lagfæringu á Faxa og mun sveitarfélagið kosta það að koma honum í brons svo Faxi geti staðið viðhaldsminni um ókomin ár á Sauðárkróki. 

Greint var frekar frá fortíð, nútíð og framtíð Faxa í síðasta tölublaði Feykis og mun sú umfjöllun birtast hér á vefnum um helgina. 

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir