Fréttir

Skemmtiferðaskip í höfn á Króknum í dag

Skemmtiferðaskipið Scenic Eclipse 2 kom til hafnar á Sauðárkróki upp úr kl. 8 í morgun í norðankalda en hitinn í Skagafirði er að skríða í tíu gráðurnar en ætti að hækka eftir því sem líður á daginn. Scenic Eclipse 2 er lúxus skemmtiferðaskip sem getur tekið 228 farþega og staldrar heldur lengur við en skipið sem heimsótti Krókinn fyrr í júlí en það lætur ekki úr höfn fyrr en um kl. 11 í kvöld á meðan hið fyrra var horfið út fjörð um kvöldmatarleytið.
Meira

„Hefur þá þýðingu að minna samfélagið á hversu gott og gaman er að búa í Húnaþingi vestra“

Fjölskyldu- og bæjarhátíðin Eldur í Húnaþingi verður haldin nk. helgi, dagana 26. – 30. júlí. Hátíðin fer fram á Hvammstanga og hefur verið haldin árlega frá árinu 2003 en tekið miklkum breytingum í gegnum tíðina og hefur í dag fengið á sig fjölskyldu- og bæjarhátíðarblæ.
Meira

Ultimo-appið orðið aðgengilegt

Eins og Feykir greindi frá í júní sigraði Jóhanna María Grétarsdóttir Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2023 með hugmyndinni „Ultimo”. Jóhanna María býr á Sauðárkróki og foreldrar hennar eru Grétar Karlsson og Annika Noack.
Meira

Eldur í Húnaþingi hefst í dag

Fjölskyldu- og bæjarhátíðin Eldur í Húnaþingi verður haldin núna nú næstu daga, 26. – 30. júlí. Hátíðin fer fram á Hvammstanga og hefur verið haldin árlega frá árinu 2003 en tekið mörgum breytingum í gegnum tíðina og hefur í dag fengið á sig fjölskyldu- og bæjarhátíðarblæ.
Meira

Fyrirlestur um fornleifar í Hegranesi

Sunnudaginn 30. júlí verður haldinn í félagsheimilinu Hegranesi fyrirlestur um fornleifarannsóknirnar sem fram fóru í Hegranesinu árin 2014-2018.
Meira

Skipið sem strandaði á Ströndum dregið heim til Noregs

Þann 18. apríl síðastliðinn strandaði flutningaskipið Wilson Skaw út af Ennishöfða á leið sinni frá Hvammstanga til Hólmavíkur. Hefur það nú verið dregið til Álasunds í Noregi til niðurrifs.
Meira

Áfram Tindastóll komið í hús

Í síðustu viku kom út kynningarblað knattspyrnudeildar Tindastóls, Áfram Tindastóll, en það voru starfsmenn Nýprents sem að önnuðust útgáfuna, söfnuðu efni, settu blaðið upp og prentuðu. Blaðinu hefur þegar verið dreift í hús á Sauðárkróki en einnig er hægt að nálgast það í verslunum og á völdum stöðum.
Meira

Lukasz Knapik sigraði Unglistarmótið 2023

Unglistarmótið 2023 var haldið í gærkvöldi í glæsilegum heimkynnum Pílufélags Hvammstanga.
Meira

Framkvæmdir hafnar við lagningu neysluvatnslagnar frá Hvammstanga að Laugarbakka

Greint er frá því á vef Húnaþings vestra að framkvæmdir við lagningu neysluvatnslagnar frá Hvammstanga hafi hafist fyrir skemmstu. Verið er að bregðast við vatnsskorti sem hefur komið upp reglulega um nokkurt skeið.
Meira