Skipið sem strandaði á Ströndum dregið heim til Noregs

Wilson laus og liðugur fáeinum dögum eftir strandið. Myndina tók Guðmundur St. Valdimarsson. MYND AF VEF LHG
Wilson laus og liðugur fáeinum dögum eftir strandið. Myndina tók Guðmundur St. Valdimarsson. MYND AF VEF LHG

Þann 18. apríl síðastliðinn strandaði flutningaskipið Wilson Skaw út af Ennishöfða á leið sinni frá Hvammstanga til Hólmavíkur. Hefur það nú verið dregið til Álasunds í Noregi til niðurrifs.

Skipið sat fast á um 50 m kafla og var óttast að erfitt gæti reynst að ná skipinu á floti en áhöfnin var ekki í hættu. Varðskipið Freyja kom fljótlega að og þremur dögum eftir strandið sáu náttúruöflin til þess að skipið losnaði og dró Freyja það til skoðunar inn á Stein-grímsfjörð. Síðar var það síðan dregið til Akureyrar þar sem til stóð að það færi í slipp.

Á mbl.is í gær var síðan sagt frá því að Wilson fór aldrei í slipp því eftir ýtarlega skoðun var það mat manna að ekki borgaði sig að gera við skipið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir