Fréttir

Ályktun Drangeyjar-smábátafélags Skagafjarðar um stöðvun strandveiða 2023

Drangey-smábátafélag Skagafjarðar mótmælir harðlega ákvörðun matvæla­ráð­herra um stöðvun strandveiða 11. júlí sl. Með því voru meira en 700 sjómenn sviptir tekjum og rekstargrundvelli kippt undan útgerðum strandveiðibáta og fjölda annarra fyrirtækja um allt land.
Meira

Stólarnir halda sér í barráttunni um að komast upp um deild

Meistaraflokkur Tindastóls karla í knattspyrnu tók á móti Álftanesi í gærkvöldi á Sauðárkróksvelli. Fyrir leikinn var Álftanes í næst neðsta sæti með fimm stig en Stólarnir í fjórða sætinu með 20 stig, ennþá að daðra við það að komast upp um deild.
Meira

Unglingalandsmótið hefst í dag!

Klukkan 17:00 í dag fer fyrsta grein Unglingalandsmóts UMFÍ 2023 á Sauðárkróki af stað þegar að keppt verður í golfi á Hlíðarendavelli.Klukkan 17:00 í dag fer fyrsta grein Unglingalandsmóts UMFÍ 2023 á Sauðárkróki af stað þegar að keppt verður í golfi á Hlíðarendavelli.
Meira

Alveg nóg að mamma og amma gætu prjónað á mig ef þess þyrfti

Hólmfríður Lilja Böðvarsdóttir, 30 ára, býr á Steinsstöðum í fyrrum Lýtingsstaðahreppi með kærasta sínum, Hafþóri Smára Gylfasyni bifvélavirkja og syni þeirra, Steinþóri Sölva sem er á fjórða ári. Hólfríður er sjúkraliðanemi og vinnur í aðhlynningu á deild tvö á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki.
Meira

Ritstjóraskipti hjá Feyki

Nú um mánaðamótin urðu ritstjóraskipti á Feyki en þá lét Páll Friðriksson af störfum en Óli Arnar Brynjarsson tók við keflinu. Palli hafði starfað við Feyki í um 13 ár og lengstum stýrt blaðinu á þeim tíma, lengur en nokkur fyrri ritstjóra blaðsins ef undan er skilinn Þórhallur Ásmundsson.
Meira

Flemming Pútt á Hvammstanga

Hið vinsæla púttmót sem Flemming Jessen fyrrverandi skólastjóri hefur haldið árlega á Hvammstanga síðan 2011 var haldið á púttvellinum á Hvammstanga 28. júlí sl.
Meira

Sólskáli í smíðum á Löngumýri - „Ákaflega fallegt útsýni til austurs yfir í Blönduhlíðina“

Í mörg ár hefur staðarhöldurum og velunnurum Löngumýrar dreymt um að koma upp sólstofu í vannýttu skoti austan bygginga á Löngumýri. Nú er komin mynd á skálann, en framkvæmdir við hann hófust árið 2016. Stefnt er að því að taka skálann í notkun vorið 2024.
Meira

VALDÍS gefur út lagið Let‘s Get Lost Tonight

VALDÍS gaf út nýtt lag núna á miðnætti sem nefnist Let‘s Get Lost Tonight. Sumarlegur danssmellur með 80‘s popp pródúseringu.
Meira

Hægt að hlaða 14 rafbíla í einu á Króknum um helgina

Settar hafa verið upp hleðslustöðvar á Sauðárkróki í samstarfi við HS Orku sérstaklega vegna Unglingalandsmótsins og munu þær verða á tjaldsvæðinu fram að sumarlokum þegar þær verða að öllum líkindum fluttar niður í bæinn.  
Meira

Veðrið er oft hreinlega eins og hugur manns - Veðurklúbbur Dalbæjar

Fundargerð Veðurklúbbs Dalbæjar fyrsta ágúst 2023, eða átti ég að skrifa tvöþúsund tuttugu og þrjú 🤔
Meira