Fólk ætti að velja málstað – svo manneskju | Eiríkur Ingi

Laugardaginn 1. júní stingum við Íslendingar okkur inn í kjörklefa og setjum x við þann frambjóðanda sem við viljum sjá sem forseta þjóðarinnar næstu fjögur árin. Aldrei áður í sögu lýðveldisins hafa jafn margir einstaklingar skreytt kjörseðilinn eða hvorki fleiri né færri en tólf. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir forsetaefnin og gáfu þau sér öll tíma til að svara. Hér að neðan má lesa svörin sem Eiríkur Ingi Jóhannsson gaf Feyki.

Hvers vegna á fólk að kjósa þig? - Fólk ætti að velja málstað, svo manneskju, síðan halda því út sama hvað skoðanakannanir reyna að hafa áhrif á fólk að færa sig. Ef ég kemst næst þínum málstað þá sjáumst við við X-ið.

Af hverju langar þig að verða forseti Íslands? - Koma á fót betri stjórnskipan og aðskilja framkvæmdavaldið frá löggjafarvaldinu eins og það var ætlast.

Hvað hefur komið þér mest á óvart í baráttunni um Bessastaði? - Hvað er lagt mikið upp úr því að hafa áhrif á kjósendur með auglýsingum og skoðanakannanaáróðri – því miður virkar þetta.

Hver hefur verið stærsta áskorunin í þínu lífi? - Uppeldi og að reyna að bæta eigin ágæti.

Hvar og hvenær sástu núverandi maka þinn fyrst? - Var skilað fyrir 11 árum, vantar því að finna forsetafrú, góður efniviður, getur sent erindi á eikiforseti@gmail.com.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? - Á yngri árum ætlaði ég að verða hermaður, enda umkringdur hernum og dolfallin yfir Patton myndinni. Held að amma hafi skipað afa að taka yfir þá mynd og Apaplánetuna eftir eina Íslands heimsókn. Mikið var amma dugleg að nenna að horfa á þetta með mér. Á táningsárum var hugmyndin að verða bóndi og uppfinningamaður, var alltaf að pæla þá og teikna.

Bessastaðir eru ágæt búskaparjörð, til dæmis er þar ágæt fjörubeit fyrir sauðfé meira og minna allan veturinn. Hefur þú í hyggju að stunda búskap á Bessastöðum ef þú verður forseti? - Það er nóg að hafa einn sauð á Bessastöðum. Innan bæjarmarkanna er ekki staður fyrir sauðfé en falleg yrði myndin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir