Áætlanir um tjaldsvæði við Sauðárgil úr sögunni

Svona leit teikning að fyrirhuguðu tjaldsvæði á Sauðárkróki út en margir voru ósáttir við staðsetninguna og hefur nú verið hætt við málið.
Svona leit teikning að fyrirhuguðu tjaldsvæði á Sauðárkróki út en margir voru ósáttir við staðsetninguna og hefur nú verið hætt við málið.

Skipulagsnefnd Skagafjarðar samþykkti samhljóða á fundi sínum í dag að hætta við frekari vinnslu á deiliskipulagi fyrir Tjaldsvæðið við Sauðárgil þar sem mikil andstaða kom fram við umræddar hugmyndir. Umrætt svæði er afþreyingar- og ferðamannasvæði í gildandi aðalskipulagi og þá samþykkt án athugasemda.

Farið var yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta deiliskipulagstillögu fyrir Tjaldsvæðið við Sauðárgil, í Skipulagsgáttinni. Alls bárust 42 umsagnir á auglýsingatímanum frá 13. mars til 16. maí.

Fram kemur í fundargerð að skipulagsnefnd muni nú í framhaldinu skoða fleiri kosti fyrir fyrirhugað tjaldsvæði á Sauðárkróki og felur nefndin skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

Hér má lesa nýlega frétt Feykis um málið > 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir