Framkvæmt við smábátahöfnina á Króknum

Þeir voru snöggir að leggja malbikið starfsmenn Malbikunar Norðurlands í gær fyrir Vinnuvélar Símonar sem eru verktakar. MYND AF FB
Þeir voru snöggir að leggja malbikið starfsmenn Malbikunar Norðurlands í gær fyrir Vinnuvélar Símonar sem eru verktakar. MYND AF FB

Nú standa yfir framkvæmdir við verkið Gamla bryggja Sauðárkróki – Gatnagerð 2023, en um er að ræða fyrsta áfanga í frágangi yfirborðs við smábátahöfnina á Sauðárkróki. Í gær lauk malbikun og í framhaldi af því verður farið í kantsteina og jöfnun undir gangstéttar en í verkinu felst m.a. gerð niðurfallslagna í götu og plönum, auk lagfæringar á hæðarlegu svæðisins, með malbikun akbrautar og gangstétta ásamt gerð kantsteina.

Samkvæmt upplýsingum sem Feykir fékk frá sveitarfélaginu er reiknað með því að framkvæmdum ljúki í fyrstu eða annarri viku júnímánaðar.

Lengi hefur verið beðið eftir að fríkkað yrði upp á þetta svæði við smábátabryggjuna og spennandi að sjá hvernig til tekst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir