Standandi veisluhöld á Hvammstanga
Það var gengið til kosninga í dag um land allt en kjósendur gátu valið á milli tólf forsetaframbjóðenda. Flestum ef ekki öllum kosningum fylgir hið margrómaða kosningakaffi og einhverjir buðu upp á slíkar veislur í dag hér á Norðurlandi vestra. Á Hvammstanga stóð Félag eldri borgara í Húnaþingi vestra fyrir kosningakaffi í Verzlun Sigurðar Pálmasonar og þangað mættu um 120 manns og gæddu sér á kaffi og vöfflum.
Veisluhöldin halda svo áfram á morgun en sjómannadagskaffi verður á sama stað, í VSP húsinu, frá klukkan 14-17. Þar verður í boði veislukaffi, hlaðborð með fjölbreyttu meðlæti á 2.000 krónur og frítt fyrir 12 ára og yngri. Enginn posi verður á staðnum.
Sjómannadagsmessa fer fram á Bangsatúni klukkan 13. Sr. Edda Hlíf Hlífarsdóttir þjónar og kirkjukór Hvammstangakirkju leiðir sálmasöng undir stjórn Pálínu Fanneyjar Skúladóttur. Blómsveigur verður lagður að minnismerki um drukknaða sjómenn í lok messu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.