Húnaskólanemar vilja Skólahreystis-völl á skólalóðina

Hluti skólalóðarinnar við Húnaskóla. MYND: ÓAB
Hluti skólalóðarinnar við Húnaskóla. MYND: ÓAB

Húnahornið segir frá því að nemendur í Húnaskóla á Blönduósi vilja fá Skólahreystis-völl á skólalóðina og hafa sent íþrótta-, tómustunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar erindi þess efnis. Vilja þeir að skólinn verði meira heilsueflandi skóli í heilsueflandi samfélagi og að markmið sé að nemendur hreyfi sig meira.

Fram kemur að nefndin ræddi erindið á fundi sínum í vikunni og fagnar hún framtaki nemenda. Vísaði hún erindinu til fjárhagsáætlunargerðar vegna ársins 2025 og fól menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúa Húnabyggðar að kanna með mögulegar styrkveitingar til verkefnisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir