Vinna við að klæða Blönduósflugvöll hefst í sumar
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
31.05.2024
kl. 20.33
Húnahornið segir frá því að áætlað er að framkvæmdir við flugvöllinn á Blönduósi hefjist í sumar. „Að sögn Matthíasar Imsland, stjórnarformanns innanlandsflugvalla ISAVIA, er gert ráð fyrir að klæðning verði lögð á flugbrautina og er nú verið að leita verða í klæðninguna,“ segir í frétt Húnahornsins.
Unnið hefur verið að því í töluverðan tíma að fá verkefnið í samgönguáætlun og að fjármagna það en stuðningurinn sem verið hefur við verkefnið er fagnaðarefni. Matthías segir að flugvallarkerfið sé mikilvægur hlekkur í allri uppbyggingu á innviðakerfi landsins og virkilega mikilvægt skref sem núna sé verið að stíga að klæða flugbrautina.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.