Maðurinn með stáltaugarnar er maður ársins

Árni Björn þegar hann varð maður ársins 2022.MYND FEYKIR
Árni Björn þegar hann varð maður ársins 2022.MYND FEYKIR

Árni Björn Björnsson, sem við þekkjum flest sem Árna á Hard Wok, gerir upp árið hjá okkur á Feyki. Árni hefur meðal annars verið valinn maður ársins á Noðurlandi vestra og ötull stuðningsmaður Tindastóls, svo eitthvað sé nefnt. Árni varð fyrir því óhappi að slasa sig rétt fyrir jólin þegar hann datt og braut hryggjalið sem hann segir kvalafullt en tekur það jafnframt fram að hann hafi verið heppin að slasast ekki meira en höfuð og mænan slapp. Fall er vonandi fararheill og óskum við að Árni nái skjótum bata.

Hver er maður ársins? Maðurinn með stáltaugarnar, Keyshawn Woods.

Hver var uppgötvun ársins? Að það hafi verið ástæða fyrir því að ég fylgdist ekki með fréttum hér í (den). Það er ávísun á þunglyndi og vonleysi.

Hvað var lag ársins?” Í larí lei,, þegar það var tekið á uppskeruhátið körfuboltans, VÁ ! Ég meira að segja dansaði ! „Má ég heyra” það aftur 😊

Hvað gerðirðu ekki á árinu sem þú ætlaðir þér að gera? Tók ekki á móti húsinu okkar uppá Mel 2.

Hvers er eftirminnilegast frá árinu 2023? Að ég á konu sem er flinkari en ég í æðruleysinu.

Hvaða þrjú orð lýsa árinu best – af hverju? Sigur-uppgjöf-trú. Íslandsmeistarar, andlegt gjaldþrot og trúin á það að þetta líði ALLT hjá.

Hverju viltu skella á brennuna og hvers vegna? Það fyrsta sem kom upp eru hjón úr Keflavík, ég held þó að þau sjá um það allveg sjálf.

Hvað viltu sjá gerast árið 2024? Húsnæði rísi á Mel og starfsemi þar hefjist.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir