Þórður Ingi sigraði á Jólamóti PSK í pílu
Jólamót Pílukastfélags Skagafjarðar og FISK Seafood fór fram í gærkvöldi í aðstöðu PSK að Borgarteigi 7 á Sauðárkróki. Fullmannað var í alla riðla eða 32 þátttakendur í heildina. Úrslitin urðu þau að Þórður Ingi Pálmarsson sigraði Arnar Geir Hjartarsoní úrslitaleik. Jón Oddu Hjálmtýsson varð í þriðja sæti,sigraði Heiðar Örn Stefánsson.
Í forsetabikarnum var það Gunnar Smári Reynaldsson sem bar sigur úr býtum, sigraði Hlyn Hallbjörnsson. Í þriðja sæti varð síðan Hallbjörn Björnsson eftir sigur á Sylvíu Dögg Gunnarsdóttur. Hæsta útskot kvöldsins átti Jón Oddur Hjálmtýsson en það var 114.
Keppt var í átta riðlum og voru fjórir í hverjum riðli. Tveir efstu í hverjum riðli fóru síðan áfram í 16 manna úrslit þar sem útsláttur var í hverri umferð. Tveir neðstu í hverjum riðli fóru síðan í keppni um Forsetabikarinn þar sem einnig var útsláttur. Skemmtileg keppni á báðum endum.
Að lokum voru síðan dregnir út ýmsir aukavinningar.
„Við viljum sérstaklega þakka FISK Seafood fyrir að styrkja með rausnarlegum hætti Jólamótið annað árið í röð en Jólamótið í fyrra var einmitt fyrsta mótið sem félagið hélt, þá nýstofnað, og þá byrjaði þetta ævintýri allt saman,“ segir í frétt á Facebook-síðu PSKen þar er fá einnig allir sem tóku þátt þakkir fyrir komuna og skemmtilegt kvöld.
Fleiri myndir frá mótinu má sjá hér >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.