Skagafjörður - Skipulagslýsing Tumabrekka land 2 og Sauðárkrókur, athafnarsvæði AT-403

Sauðárkrókur, athafnarsvæði AT-403
Sauðárkrókur, athafnarsvæði AT-403

Í Sjónhorninu og Feyki var auglýsing frá Sveitarstjórn Skagafjarðar en samþykkt var á 28. fundi þeirra þann 19. júní 2024 að auglýsa eftirtaldar skipulagslýsingar: Sauðárkrókur, athafnarsvæði AT-403 og Tumabrekka land 2, Skagafirði.

Sauðárkrókur, athafnarsvæði AT-403 (málsnúmer 808/2024 í Skipulagsgátt)  

Skipulagslýsingin er sett fram á uppdrætti með greinargerð nr. SL01 dags. 04.06.2024 unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu. Eftirspurn eftir lóðum á athafnasvæðum hefur aukist til muna á Sauðárkróki síðustu árin og hefur framboð á lausum athafnalóðum minnkað samhliða. Vorið 2024 voru 3 hús á athafnasvæði í byggingu og áform eru um uppbyggingu á fleiri lóðum sem eru óbyggðar en hefur verið úthlutað. Skagafjörður hyggst bregðast við þessari þróun með því að skipuleggja lóðir á þeim hluta athafnasvæðis nr. AT-403, sem lóðir hafa ekki verið stofnaðar á. Afmörkunin fylgir mörkum athafnasvæðis AT-403 að vestan-, sunnan- og austanverðu. Að norðanverðu afmarkast svæðið að mestu leyti af núverandi byggð en einnig mörkum AT-403, austan Sauðárkróksbrautar (75). Skipulagssvæðið er um 21,7 ha að stærð. Skilmálar eins og nýtingarhlutfall, eða hámarksbyggingarmagn lóða, hámarksbyggingarhæð o.fl. verða ákvarðaðir þegar helstu stærðir og forsendur liggja fyrir. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að reynt sé að flýta verkefninu eins og kostur er þar sem vöntun sé orðin á lóðum fyrir athafnarstarfsemi á Sauðárkróki.

Tumabrekka land 2, Skagafirði (málsnúmer 806/2024 í Skipulagsgátt)

Skipulagslýsingin er sett fram á uppdrætti með greinargerð nr. SL01 dags. 27.05.2024 unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu. Skipulagssvæðið afmarkast af landamerkjum Tumabrekku land 2 sem er 1,56 ha að stærð. Núverandi aðkoma að svæðinu er um heimreiðarveg í landi Tumabrekku L146597, frá Siglufjarðarvegi. Gerð er grein fyrir nýrri vegtengingu í skipulagslýsingunni. Ekkert ræktað land og engar byggingar eru innan skipulagssvæðisins. Viðfangsefnið er að gera grein fyrir fyrirhugaðri uppbyggingu innan Tumabrekku 2 land. Þar sem gerð er grein fyrir byggingarreitum fyrir íbúðarhús og vélageymslu. Skilmálar og nýtingarhlutföll verða ákvörðuð í deiliskipulagstillögunni, þegar helstu stærðir mannvirkja og lóða liggja fyrir.

Skipulagslýsingarnar eru auglýstar frá 26. júní til og með 14. ágúst 2024. Hægt er að skoða skipulagslýsingarnar í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á www.skipulagsgatt.is undir viðeigandi málsnúmerum. Skipulagslýsingarnar munu jafnframt liggja frammi til kynningar í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma frá kl. 10-12 og kl. 12:30-15. Einnig er hægt að nálgast gögnin hér á heimasíðu Skagafjarðar.

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma á framfæri ábendingum varðandi skipulagslýsingarnar. Umsagnir skulu vera skriflegar og berast í gegnum Skipulagsgáttina www.skipulagsgatt.is í síðasta lagi 14. ágúst 2024. Einnig er hægt að skila inn umsögnum til skipulagsfulltrúa í afgreiðslu Ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is.

Umsagnir um skipulagsmál sveitarfélagsins teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn og umsagnir koma fram í fundargerðum Skipulagsnefndar og eru aðgengileg opinberlega á Skipulagsgáttinni. Persónuupplýsingar eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda.

Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar

Sauðárkrókur, athafnarsvæði AT-403

Tumabrekka land 2, Skagafirði

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir