Fréttir

Fræðumst um fortíðina með fornleifafræðingum

Á laugardaginn milli klukkan 13 og 16 taka fornleifafræðingar á móti gestum á Þingeyrum en þar hefur uppgröftur verið í gangi undanfarin sumur. Gestir fá leiðsögn og fræðslu á uppgraftarsvæðinu og boðið verður upp á örfyrirlestra í Þingeyrakirkju. Einnig verður hægt að skoða áhugaverða gripi sem fundist hafa frá tímum klaustursins, sem starfrækt var á staðnum á miðöldum. Þá fá krakkar tækifæri til að kynnast störfum fornleifafræðinga og grafa eftir gripum.
Meira

Hólahátíð er dagana 17.-18. ágúst

Árleg Hólahátíð er nú um helgina á Hólum í Hjaltadal og að venju er dagskráin fjölbreytt. Megindagskráin er á sunnudag en hátíðarmessa hefst í Hóladómkirku kl. 14:00. Þar mun Agnes M. Sigurðardóttir biskup prédika og kveðja Hólastifti. Hátíðarsamkoma hefst kl. 16:00 í Hóladómkirkju en þar er ræðumaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Meira

Umhverfisviðurkenningar í Húnaþingi vestra

Hafa ekki allir gaman að því að sjá vel hirtar lóðir og hús. Nefnd um veitingu umhverfisviðurkenninga í Húnaþingi vestra auglýsir nú eftir ábendingum um garða og svæði sem eiga slíka viðurkenningu skilið.
Meira

Nú mótum við saman nýja sóknaráætlun fyrir Norðurland vestra

SSNV býður íbúa á Norðurlandi hjartanlega velkomna á vinnustofu og taka þátt í að móta nýja sóknaráætlun fyrir árin 2025 til 2029 en afurð vinnustofanna verður notuð við gerð nýrrar áætlunar fyrir Norðurland vestra. Sóknaráætlanir landshlutanna eru stefnumótandi áætlanir en í þeim sameinast íbúar um framtíðarsýn, markmið, forgangsröðun verkefna og leiðir til árangurs.
Meira

Fyrsti sveitarstjórnarfundur Húnabyggðar eftir sameiningu var í gær

Eins og flestum ætti að vera kunnugt þá var kosið um sameiningu Húna- og Skagabyggðar í byrjun sumars og var hún samþykkt með vænum meirihluta atkvæða. Gekk sameining í gegn þann 1. ágúst sl. og fór fyrsti sveitarstjórnarfundur eftir sameiningu fram í gær og var af því tilefni haldinn í Skagabúð.
Meira

Opið hús á Brúnastöðum í Fljótum í tilefni af Beint frá býli deginum

Haldið verður upp á Beint frá býli daginn sunnudaginn 18. ágúst og af því tilefni verða viðburðir í hverjum landshluta. Hér á Norðurlandi vestra munu bændur á Brúnastöðum í Fljótum opna býli sitt fyrir gestum í tilefni dagsins sem er nú haldinn annað árið í röð. Þennan dag munu heimavinnsluaðilar og smáframleiðendur matvæla úr landshlutanum mæta á Brúnastaði til að kynna og selja vörur sínar.
Meira

Dósa- og flöskusöfnun á Króknum í dag

Þeir Króksarar sem bíða eftir að geta losað sig við dósir og flöskur til góðs málefnis ættu að gleðjast í dag þar sem knattspyrnukempur verða á ferðinni í dag milli kl. 17 og 20, munu ganga í hús á Sauðárkróki einmitt til að safna flöskum og dósum.
Meira

Góður árangur hjá ungu frjálsíþróttafólki frá Norðurlandi vestra í keppnum sumarsins

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fór fram á hinum ýmsu stöðum í sumar. Í flokknum 15-22 ára fór mótið fram 21. júní á Selfossvelli og í flokknum 11-14 ára fór mótið fram á Laugum þann 13. júlí. Þá fóru tveir keppendur frá UMSS á Meistaramót í fimmþraut sem fór fram 27. júlí í Hafnarfirði og stóðu þau sig bæði einstaklega vel en svo má ekki gleyma Unglingalandsmótinu. Það var haldið um verslunarmannahelgina í Borgarnesi og fóru margir á kostum og fengu nokkrir verðlaunapeningarnir að fljóta með heim eftir mótið.
Meira

Það birti til á Ströndum | Björn Björnsson segir frá ferðalagi Félags eldri borgara í Skagafirði á Strandir

Miðvikudaginn 19. júní síðastliðinn bjóst vaskur hópur úr Félagi eldri borgara í Skagafirði til ferðar og var för heitið þennan dag á Strandir vestur. Ekki lék veður við ferðalanga, þoka niður undir byggð og sudda rigning með lítilsháttar uppstyttum á milli. Þó var furðu létt yfir hópnum og sýndist sem flestir hefðu jafnvel búist við hinu versta hvað veðurfarið áhrærði, með góðan skjólfatnað og bjuggust allir til að mæta því sem að höndum mundi bera.
Meira

Mugison mættur í norðlenska vestrið

Tónlistarmaðurinn vestfirski, Mugison, er nú á ferð um landið með dótið sitt í geggjuðu tónleikamaraþoni og flytur tónlist sína í kirkjum landsmanna. Á þessum túr heldur hann tónleika í eitt hundrað kirkjum í eitt hundrað póstnúmerum en hann hefur þegar spilað í 52. Nú er hann mættur til leiks á Norðurlandi vestra og í kvöld kl. 20 hefur hann upp raust sína í Hvammstangakirkju.
Meira