Fréttir

Sigríður Hrund lagði land undir fót

Fyrsta legg hringferðar Sigríðar Hrundar um landsbyggðina er nú lokið. Sigríður Hrund lagði land undir fót og heimsótti fjóra staði á Norðurlandi; Sauðárkrók, Siglufjörð, Dalvík og Akureyri og voru viðtökur góðar. Markmiðið var að eiga beint og milliliðalaust spjall við þjóðina á heimavelli og heppnaðist það vel. Mæting var góð og sköpuðust innihaldsríkar umræður. Sigríður kom líka í hádegisspjall á Hvammstanga og heimsótti Dalamenn.
Meira

,,Færið eins og að skíða í sykri"

Guðrún Hildur Magnúsdóttir er 45 ára, frá sveitabænum Stað á Ströndum. Hennar maður, stoð og stytta, er Magnús Thorlacius og eiga þau saman einn strák, Víking Tý. Guðrún vinnur á Bílaverkstæði KS sem lager- og þjónustustjóri. Þegar Feykir hafði samband við Guðrúnu var hún að lenda frá Svíþjóð eftir að hafa farið þangað til að taka þátt í lengstu gönguskíðakeppni í heimi.
Meira

„Í hæsta máta óeðlileg vinnubrögð“

Kröfur fjármálaráðuneytisins um eignarhald á eyjum og skerjum, sem byggðar eru á vinnu óbyggðanefndar, hafa komið mörgum spánskt fyrir sjónir og hafa síður en svo slegið í gegn. Hér á Norðurlandi vestra slær óbyggðanefnd til að mynda eign ríkisins á 105 eyjar, hólma, björg og sker og þar á meðal Drangey, Þórðarhöfða og Hrútey í Blöndu svo eitthvað sé talið til. Það fellur síðan í hlut réttmætra eigenda að sanna eignarhald sitt.
Meira

Forsvarsfólk helstu fiskeldisfyrirtækja landsins heimsótti Hóla

Forsvarsfólk helstu fiskeldisfyrirtækja landsins heimsótti Hóla á dögunum til þess að taka þátt í vinnustofu um verknám í fiskeldi. Sagt er frá því á heimasíðu Háskólans á Hólum að vinnustofan var liður í norræna samstarfsverkefninu BRIDGES sem hefur það meðal annars að markmiði að efla samstarf skóla og iðnaðar.
Meira

„Þetta getur enginn gert nema þjóðkirkjan“ - Elínborg Sturludóttir skrifar

...Þjóðkirkjan er stór og sterk stofnun. Ég fullyrði að engin hreyfing í landinu býr að eins stórum og virkum hópi fólks í sínum röðum nema ef vera skyldi björgunarsveitirnar, sem við eigum svo margt að þakka. Því þarf að hlúa að söfnuðunum sjálfum, sem eru grunneining þjóðkirkjunnar, í sveit og í borg. Biskup á að fara fyrir því að efla söfnuðina, styðja þá og styrkja með öllum ráðum...
Meira

Sveitarstjórn vill kanna áhuga íbúa á samvinnu við merkjalýsingu

Sveitarstjórn Skagabyggðar vill kanna áhuga íbúa á að sameinast um átak í merkjalýsingu (hnitsetningu) lögbýla sinna með aðkomu sveitarfélagsins að verkinu. Sveitarstjórn telur að með því að íbúar sameinist í þessu verkefni með aðkomu sveitarfélagsins sé hægt að gera merkjalýsingar mun hagkvæmar fyrir íbúa.
Meira

Jón Oddur stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins

Fjórða mótið í Kaffi Króks mótaröð Pílukastfélags Skagafjarðar fór fram í gærkvöldi. Alls voru það 16 keppendur sem tóku þátt að þessu sinni og var keppt í tveimur deildum. Fyrstu deildina sigraði Jón Oddur Hjálmtýsson en í öðru sæti varð Arnar Már Elíasson.
Meira

Veisluís í páskabúningi með makkarónubotni og karamellusósu að hætti GRGS

Veisluísinn er kominn aftur í verslanir! Hafðu páskadesertinn einfaldan og bragðgóðan – Páskarnir eru til að njóta, þetta þarf ekki að vera flókið.
Meira

Staða sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs Skagafjarðar auglýst á ný

Staða sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs Skagafjarðar hefur verið auglýst að nýju en staðan var fyrst auglýst um miðjan janúar sl. Alls bárust sjö umsóknir um stöðuna en tveir umsækjanda drógu umsókn til baka eftir að viðtöl hófust. Enginn umsækjenda sem eftir stóðu uppfylltu nægilega vel þær kröfur sem gerðar voru um menntun og reynslu til stöðu sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs.
Meira

Öruggur sigur Stólastúlkna á liði ÍR

Stólastúlkur tóku hús á ÍR-ingum í kvöld í 20. umferð 1. deildar kvenna í körfunni. Lið ÍR situr á botni deildarinnar og þær áttu í raun aldrei séns gegn liði Tindastóls þó munurinn hafi ekki verið mikill alveg fram í fjórða leikhluta. Gestirnir náðu góðu forskoti í byrjun og héldu því og unnu að lokum góðan sigur, lokatölur 45-69.
Meira