51 árs búfræðingar frá Hólum hittust í Skagafirði

Í hlöðunni á Hafragili. Eftirtaldir voru mættir til að rifja upp gamla og góða tíma en þeir eru settir í þá sveit sem þeir komu frá þegar þeir mættu í námið á Hólum. Efri röð frá vinstri: Einar Sigurjónsson úr Garðabæ, Stefán Jónmundson úr Svarfaðardal, Þráinn Andersen að sunnan, Ágúst Hannes Sigurðsson Reykvíkingur, Þorsteinn Benediktsson úr Húnavtnssýslu, Sigurður Hólm Freysson úr Eyjafirði, Atli Már Óskarsson Njarðvíkingur og Guðmundur Guðmundsson Mosfellingur. Neðri röð: Níels Ívarsson Húnvetningur og er bóndi, Kári Sveinsson Skagfirðingur, Ólafur Thorlacius Eyfirðingur og bóndi, Ragnheiður Jónasdóttir Austfirðingur, Guðmundur Karlsson Eyfirðingur, Ásgeir Hjálmarsson Eyfirðingur og Valbjörn Pálsson Austfirðingur. AÐSEND MYND
Í hlöðunni á Hafragili. Eftirtaldir voru mættir til að rifja upp gamla og góða tíma en þeir eru settir í þá sveit sem þeir komu frá þegar þeir mættu í námið á Hólum. Efri röð frá vinstri: Einar Sigurjónsson úr Garðabæ, Stefán Jónmundson úr Svarfaðardal, Þráinn Andersen að sunnan, Ágúst Hannes Sigurðsson Reykvíkingur, Þorsteinn Benediktsson úr Húnavtnssýslu, Sigurður Hólm Freysson úr Eyjafirði, Atli Már Óskarsson Njarðvíkingur og Guðmundur Guðmundsson Mosfellingur. Neðri röð: Níels Ívarsson Húnvetningur og er bóndi, Kári Sveinsson Skagfirðingur, Ólafur Thorlacius Eyfirðingur og bóndi, Ragnheiður Jónasdóttir Austfirðingur, Guðmundur Karlsson Eyfirðingur, Ásgeir Hjálmarsson Eyfirðingur og Valbjörn Pálsson Austfirðingur. AÐSEND MYND

Um helgina hittist útskriftarárgangur 1973 sem búfræðingar frá Bændaskólanum á Hólum til að fagna 51 ári frá útskrift. Hópurinn kom saman hjá Kára Sveinssyni á Hafragili á Skaga á laugardeginum þar sem rifjaðar voru upp gamlar minningar frá Hólum. Um kvöldið var síðan snætt í góðu yfirlæti á Kaffi Krók.

Alls voru það 15 búfræðingar sem komu saman ásamt mökum. Þeir voru 23 búfræðingarnir sem útskrifuðust á sínum tíma, fjórir eru fallnir frá og aðrir fjórir skrópuðu. Þetta var í þriðja sinn sem hópurinn kemur saman en fyrsta skiptið var til að minnast 30 ára útskriftarafmælis. Stefnt er á að hittast á ný að þremur árum liðnum á Sauðárkróki, enda búfræðingarnir aðeins teknir að eldast; sá yngsti í hópnum 69 ára og sá elsti 74.

Ekki mættu búfræðingarnir frá Hólum á Hólahátíð sem fram fór sömu helgi – enda má segja að þeir hafi staðið fyrir annars konar Hólahátíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir