51 árs búfræðingar frá Hólum hittust í Skagafirði
Um helgina hittist útskriftarárgangur 1973 sem búfræðingar frá Bændaskólanum á Hólum til að fagna 51 ári frá útskrift. Hópurinn kom saman hjá Kára Sveinssyni á Hafragili á Skaga á laugardeginum þar sem rifjaðar voru upp gamlar minningar frá Hólum. Um kvöldið var síðan snætt í góðu yfirlæti á Kaffi Krók.
Alls voru það 15 búfræðingar sem komu saman ásamt mökum. Þeir voru 23 búfræðingarnir sem útskrifuðust á sínum tíma, fjórir eru fallnir frá og aðrir fjórir skrópuðu. Þetta var í þriðja sinn sem hópurinn kemur saman en fyrsta skiptið var til að minnast 30 ára útskriftarafmælis. Stefnt er á að hittast á ný að þremur árum liðnum á Sauðárkróki, enda búfræðingarnir aðeins teknir að eldast; sá yngsti í hópnum 69 ára og sá elsti 74.
Ekki mættu búfræðingarnir frá Hólum á Hólahátíð sem fram fór sömu helgi – enda má segja að þeir hafi staðið fyrir annars konar Hólahátíð.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.