Veðrið setti strik í Vatnsdæluhátíð í Húnaþingi

Veðrið var ekki það besta. MYND ELFA ÞÖLL
Veðrið var ekki það besta. MYND ELFA ÞÖLL

Vatnsdæluhátíð sem fram fór síðastliðna helgi var heldur illa sótt enda veðurspáin fyrir helgina vægast sagt slæm og ekki reyndist bara um spá að ræða heldur rættist hún og óhætt að segja að kuldinn og vætan um helgina hafi verið með mesta móti.

 „Tólf hetjur létu veðrið ekki stoppa sig og hlupu við afar krefjandi aðstæður í blautri braut,“ sagði Elfa Þöll Grétarsdóttir, viðburðastjóri Vatns-dæluhátíðar, í samtali við Feyki. Þar af voru sjö sem kláruðu 25 km. Gljúfurárhlaupið og var það Gestur Daníelsson sem kom fyrstur í mark á tímanum 02:00:37. Elfa segir að Gestur sé sonur Daníels Smára, sem vann öll hlaup á síðustu öld, og systursonur hlaupadrottningarinnar Sunnu Gests svo hann á ekki langt að sækja hlaupagenin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir