Frábær mæting þrátt fyrir veður

Margt um manninn í Ketilási. MYND HALLDÓR GUNNAR
Margt um manninn í Ketilási. MYND HALLDÓR GUNNAR

Beint frá býli dagurinn var 18. ágúst sl. og að þessu sinni opnuðu bændur á Brúnastöðum í Fljótum býli sitt fyrir gestum í tilefni dagsins sem haldinn var annað árið í röð í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

Heimavinnsluaðilar og smáframleiðendur matvæla úr landshlutanum mættu í Fljótin til að kynna og selja vörur sínar.

Feykir heyrði í Stefaníu Hjördísi á Brúnastöðum eftir daginn sem þurfti að virkja plan b vegna veðurs og færa hluta viðburðarins undir þak, í Félagsheimilið Ketilás, þar voru seljendur og kaffiveitingar.

Hjördís viðurkennir að það hefði verið dásamlegt að geta haldið viðburðinn í garðinum heima á Brúnastöðum eins og til stóð en þau áttu mjög góða stund á Ketilásnum og Brúnastöðum þar sem gestir gátu skoðað geitahús og aðstöðu til mjalta og vinnslu ásamt sveitabúðinni. „Það mættu á annað hundrað manns sem er frábært miðað við versta veður sumarsins,“ segir Hjördís að lokum. /gg

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir