Upp, upp og áfram og allir glaðir

Kúskurinn alltaf flottur.MYND AÐSEND
Kúskurinn alltaf flottur.MYND AÐSEND

Þá er komið að Sigurði Inga Einarssyni (Sigga Kúsk) sem býr ásamt konu sinni Brynju Hödd Ágústsdóttur og dætrum þeirra tveim, Diljá Daney og Sölku Máney. Þau búa á Kúskerpi fyrrum Akrahrepp í Skagafirði. Siggi er menntaður búfræðingur frá Hvanneyri. Á Kúskerpi er mjólkur- og kjötbúskapur, tveir mjaltaþjónar og smá glutra af sauðkind og hrossum og svo almenn landbúnaðarverktaka.

Hvernig gengur í sveitinni? „Lífið gengur svo sem sinn vanagang mikið að gera í verktökunni á þessum tíma. Það hefði nú ekki skemmt fyrir ef að frost hefði farið svona mánuði fyrr úr jörðu í vor og svo hefði verið gaman að fá aðeins fleiri þurra daga í röð þetta sumar svona upp á blessaðan heyskapinn. En ann-ars er allt dásamlegt,“ segir Siggi. Spurður út í fram-kvæmdir og breytingar þá var nýjasta framkvæmdin þegar þau ruku í að reisa 14×60 metra útistæðu fyrir hey með forsteyptum einingum og malbiki í botninn og þau eru búin að taka 60 heyhleðsluvagna í hana og stefnum svo á að bæta ofan á hana seinni slætti.

Var fyrri sláttur seinna í ár en fyrri ár? „Já, mun seinna og þó nokkuð minni uppskera en við treystum á góðan seinni slátt og gott grænfóður.“

Eruð þið bjartsýn á framhaldið? „Já, það er ekkert annað hægt, það er bara upp, upp og áfram og allir glaðir,“ segir Kúskurinn að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir