Starf umsjónarmanns félags- og tómstundarstarfs fullorðinna á Skagaströnd
Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir laust til umsóknar starf umsjónarmanns félags- og tómstundarstarfs fullorðinna. Í starfinu felst utanumhald starfseminnar, samvinna með menningar- og tómstundafulltrúa sveitarfélagsins, rekstur á rými starfsins í Fellsborg, innkaup á nauðsynjum starfsins o.fl.
Félagsstarfið fer fram í Félagsheimilinu Fellsborg og er opin frá 14:00 - 17:00, mánudaga og fimmtudaga. Viðkomandi þarf að vera þjónustulundaður, jákvæður og hafa áhuga á að takast á við fjölbreytt verkefni sem starfseminni fylgja. Þekking og/eða reynsla í hannyrðum er kostur.
Upplýsingar um starfið veitir Ólafur Þór Ólafsson, starfandi sveitarstjóri. Umsóknarfrestur er til og með 9. september 2024.
Einig má finna nánari upplýsingar á heimasíðu Skagastrandar >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.