Kynning á nýrri nálgun í leikskólamálum í Skagafirði
Á vef Skagafjarðar segir að Fræðslunefnd Skagafjarðar boðar ykkur á kynningarfund til að kynna niðurstöður spretthóps um nýja nálgun í leikskólamálum og þær breytingar sem framundan eru. Fundurinn verður haldinn á Teams mánudaginn 2. september kl. 17:00.
Í lok febrúar sl. skipaði byggðarráð Skagafjarðar spretthóp um nýja nálgun í leikskólamálum. Í hópnum sátu fulltrúar í fræðslunefnd, fulltrúar stjórnenda, foreldra og starfsmanna allra leikskóla í Skagafirði auk starfsmanna á fjölskyldusviði. Hlutverk hópsins var að skoða aðgerðir sem önnur sveitarfélög hafa ráðist í til að bæta skipulag og starfsumhverfi leikskóla með dvalartíma, vellíðan og velferð barna og starfsfólks í huga. Skýrsla spretthópsins hefur nú verið birt á heimasíðu Skagafjarðar og má finna hér.
Á fundinum verða m.a. kynntar breytingar á skráningardögum og gjaldskrá og fundargestir fá tækifæri til að spyrja spurninga og koma með ábendingar varðandi breytingarnar.
Teams hlekk á fundinn má finna hér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.