Kynning á starfi Skagfirðingasveitar í kvöld

Viltu láta gott af þer leiða og vera með í gefandi félagsskap? MYND AF FB SÍÐU SKAGFIRÐINGASVEITAR
Viltu láta gott af þer leiða og vera með í gefandi félagsskap? MYND AF FB SÍÐU SKAGFIRÐINGASVEITAR

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit stendur fyrir kynningu á starfi sínu kl. 18:30 í dag, þriðjudaginn 17. september, í húsnæði Skátafélagsins Eilífsbúa við Borgartún 2 á Sauðárkróki. Kynningin er opin öllum áhugasömum, hvort heldur sem er fyrir þá sem hafa áhuga á að starfa með sveitinni eða þá sem eingöngu vilja auka þekkingu sína á starfi björgunarsveita.

Reikna má með að kynningin taki um 90 mínútur en opið verður fyrir spurningar og spjall að kynningu lokinni. Boðið verður upp á smá snarl meðan á kynningu stendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir